Ţriđjudagur, 25. mars 2008
Ónýt ríkisstjórn - Allt danskinum ađ kenna!!
Steingrímur var rökfastur ađ vanda en lágt var risiđ á talsmanni Sjálfstćđisflokksins. Sá flokkur hefur jú stýrt efnahagsmálum í rúman hálfan annan áratug. Steingrímur benti réttilega á ađ efnahags vandinn og óreiđan vćru fyrst og fremst heimatilbúin. Á sinum tíma var talađ um ógnarjafnvćgi í efnahagsmálum ţegar stóriđjuframkvćmdir fóru á fullt samtímis og skattar voru lćkkađir á hátekjufólki og bankarnir fengu frítt spil. Ţađ myndi bresta fyrr eđa síđar
Persónur og leikendur dagsins ! Bubbi kóngur tók sviđiđ í fjölmiđlum sem oft áđur og setti nýtt Íslandsmet í vaxtahćkkunum. Og brátt sláum viđ heimsmet í vaxtaokri. Bankastjórar gleđjast -auđvitađ, hvađ ekki? Bubbi bauđst til ađ gera enn betur ef víman og dofinn rynnu ekki af ríkisstjórninni. Svo allt vćri nú á sínum stađ hnýtti hann um leiđ í bankana ( les Kaupţing) fyrir ađ gera atlögu ađ krónunni sér til ávinnings.
Dapurt hlutskipti Geirs Haarde er sjálfskapađ en ekki öfundsvert.
En á leiksviđi dagsins var hver á sinni fjöl. Sami kóngur -, sama hirđ og undanfarin 17 ár.
Og fjölmiđlar fóru í korktappaleik á gáruđum vatnsfletinum í spurningum sínum um efnahagsmálin. Ţađ er svo gott ađ hrćrast bara í núinu.
En blessuđ ţjóđin, almenningur, borgar brúsann fyrir dugleysi ríkisstjórnar sem enginn kaus.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.3.2008 kl. 20:39 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.