Sunnudagur, 10. febrúar 2008
Spillingin skekur forystu Sjálfstæðisflokksins.
Flestum var ljóst að þegar Davíð Oddsson hyrfi á braut sem formaður Sjálfstæðisflokksins myndi fljótlega leita upp á yfirborðið hroði sem hefur kraumað undir lengi. Þetta sést nú hvað berlegast hjá forystu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Ef einn fer þá fjúka fleiri
Spillingarvefurinn hefur vafið svo um sig að verði einn látinn fjúka þá fylgja fleiri á eftir eins og í spilaborg. Eftir átökin milli Björns Bjarnasonar og Ingu Jónu Þórðardóttur um forystu í borginni var ljóst að Vilhjálmur var aðeins biðleikur. Hér takast því á meginarmar Sjálfstæðisflokksins sem nú telja að styttist í uppgjör. Skrif Morgunblaðsins undanfarið benda eindregið í þá átt.
Geta ekki sett Vilhjálm af
Með því að setja Vilhjálm Þ. af og hleypa nýjum forystu manni að væri gripið inn í atburðrás í goggunarröðun forystumanna Sjálfstæðisflokksins sem hvorugur armurinn getur sætt sig við. Mörgum finnst Geir hafa gert afdrifarík mistök í haust þegar hann sendi borgarfulltrúana heim og skipaði þeim að standa að baki Vilhjálmi.
En átti Geir annarra kosta völ vegna veikrar stöðu sinnar í flokknum?
Sjálfstæðisflokkurinn ekki stjórntækur!
Það er spurning hvenær Geir Haarde vaknar til lífsins og viðurkennir þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er ekki stjórntækur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.