"Krataarmur" Sjálfstæðisflokksins leikur lausum hala

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins fékk heldur betur tækifæri til að sletta úr klaufunum á Valhallarfundi um helgina.  Í ESB daðrinu sendi hún m.a. samráðherra sínum og keppinaut Árna Mathiesen tóninn, en hann er nú með kæru Kaupþings í höndunum vegna synjunar á ósk þeirra um að fá að gera upp í evrum.

Gömul gildi grafin

Óvenju opinskáar yfirlýsingar varaformannsins og brotthlaup frá ýmsum grunngildum gamla Sjálfstæðisflokksins hljóta að ýta undir þann mikla óróa sem nú er innan forystuliðs flokksins. Staksteinahöfundur Morgunblaðsins í dag getur ekki leynt vanþóknun sinni á ræðu varaformannsins, en segir hana "ekki skorta kraftinn."

Tækifærissinnar

Í Reykjavíkurbréfi blaðsins 3. febr.sl. er  tækifærissinnunum innan Sjálfstæðisflokksins  ekki vandaðar kveðjurnar. Augljóslega ber höfundur. ekki mikið traust  til núverandi formanns. Um stjórnarmyndunina sl. vor segir: " Þegar staðan var orðin sú, að tveir flokkar gengu frá þessum leik eftir þingkosningarnar vorið 2007  kalnir á hjarta eftir samskipti við Sjálfstæðisflokkinn var augljóst að Samfylkingin var komin í lykilstöðu… ".

Gera menn allt fyrir völdin?

Ég tek undir með þeim sem hafa áhyggjur af siðferðisbresti ýmissa forystumanna í íslenskri pólitík um þessar mundir. Þar virðast Sjálfstæðismenn vera í fararbroddi. Nýjustu sviptingar í borgarstjórn Reykjavíkur staðfesta þá döpru göngu hinnar nýju forystu Sjálfstæðisflokksins.

Heyrir sjálfsvirðing í pólitík sögunni til?

Steingrímur J. Sigfússon kemst svo að orði í blaðinu 24 stundum sl. fimmtudag:  "Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á, að ekki sé ýmsum lýðræðislega þenkjandi Sjálfstæðismönnum eða stuðningsmönnum þess flokks, sem verið hafa fram að þessu, nokkuð brugðið. Eru völdin virkilega þess virði að ganga jafn nærri sjálfsvirðingu sinni og Sjálfstæðisflokkurinn gerir í nefndu tilviki?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband