Ranglátt kvótakerfi ógnar framtíð sjávarbyggðanna

Fyrirtækið HB Grandi ákvað einhliða að loka að mestu fiskvinnslu á Akranesi og hafnaði samráði við heimamenn um að kanna aðrar leiðir í rekstrinum sem tryggðu fiskvinnslu á staðnum.

Sama sagan endurtekur sig hringinn í kringum landið.

Mikill meirihluti þeirra sem missir vinnuna eru konur með mikla starfsþekkingu og dýrmæta reynslu, en framboð á annarri vinnu sem hentar er takmarkað. Starfsfólkinu lítil virðing sýnd.

Verkalýðsfélagið telur að fyrirtækið hafi brotið lög um sem kveða á um samráð og  uppsagnir.

Athyglisvert er að fyrirtækið lítur svo á að það eigi fiskveiðikvótann og geti hagað sér að vild.

Bæjarfulltrúar kölluðu eftir samfélagsábyrgð fyritækisins en fátt var um svör.

Svo virðist sem stóru sjávarútvegsfyrirtækin með bankana að bakhjarli nýti nú tækifærið til "hagræðingar", samþjöppunar fiskveiðiheimilda og lokunar fiskvinnslustöðva.

Fyrirtæki Haraldar Böðvarssonar á Akranesi hefur starfað óslitið frá 1906 og staðið af sér tvennar heimsstyrjaldir og efnahagsdýfur en lýtur nú í gras fyrir gjaldþrota kvótakerfi og einkavæðingu fiskveiðiauðlindarinnar. Menn sem áður höfðu stutt kvótakerfið segja að það geti engin grasrót neins flokks lengur varið óbreytt kerfi.

Þjóðin veit að Sjálfstæðisflokkurinn mun verja óbreytt kvótakerfi með kjafti og klóm.

Geir H. Haarde mun ekki aðhafast neitt í þessum málum frekar en öðrum alvarlegum og aðsteðjandi vanda í efnahags- og atvinnumálum. Hann bara hamast við " að halda ró sinni".

Því hljóta menn að beina sjónum sínum að hinum stjórnarflokknum, Samfylkingunni sem hafði upp mikla svardaga og yfirlýsingar fyrir kosningar um endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins.

Þar er nú enn þagað þunnu hljóði.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband