Sunnudagur, 27. janúar 2008
" Brúðguminn "
Það fór vel saman við pólitíska atburði síðustu daga að sjá bíómyndina Brúðgumann og sýningu Þjóðleikhússins á Ivanov, eftir Anton Tsjekhof. Ástsýki, blekkingar og sjálfsvorkun í bland við daglegar heimilserjur og grámusku hversdagslífsins, allt var þetta til staðar, tilreitt á listilegan og hrífandi hátt.
Sviðsmyndin í Þjóðleikhúsinu er nýstárleg og fellur vel að inntaki leiksins.
Bíómyndin, Brúðguminn, sem byggir á sama efni Tsjekhofs, er tekin upp í Flatey á Breiðafirði .
Náttúran og umgjörðin í Flatey er engu lík og sýningin í senn einlæg og heillandi. Baltasar Kormákur og félagar skila frábæru verki í báðum sýningunum. Gaman er að sjá þessa stórgóðu listamenn okkar fást við sama efnið við gjörólikar aðstæður.
Ég hvet sem flesta til að njóta þessarar leikveislu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.