Friðlýsing Jökulsánna í Skagafirði

  Í dag mælti ég fyrir tillögu um friðlýsingu Jökulsánna í Skagafirði, baráttumáli Vinstri grænna bæði heima  í héraði og á alþingi. " Friðlýsingin taki til alls vatnasviðs Jökulsánna  að meðtöldum þverám og skal hverskyns röskun á náttúrulegum rennslisháttum ánna vera óheimil".

Flutningsmenn tillögunnar eru allir þingmenn Vinstri grænna.

"Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa og leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um friðlýsingu vatnasvæðisins norðan Hofsjökuls, þ.e. Austari- og Vestari-Jökulsár í Skagafirði ásamt þverám þeirra.
    Friðlýsingin taki til vatnasviðs ánna að meðtöldum þverám og skal hvers kyns röskun á náttúrulegum rennslisháttum ánna vera óheimil. Skal svæðið friðað og stjórnað til varðveislu landslags þess, náttúrufars og menningarminja ásamt því að það verði notað til útivistar, ferðaþjónustu og hefðbundins landbúnaðar. Sérstaklega skal hugað að því við undirbúning málsins hvernig friðlýsing vatnasvæðanna norðan Hofsjökuls geti tengst framtíðaráformum um Hofsjökulsþjóðgarð og fallið að stækkuðu friðlandi Þjórsárvera sunnan jökulsins."

Tillöguna er hægt að sjá í heild sinni hér og ennfremur er vísað á heimasíðu Áhugahóps um verndun Jökulsánna í Skagafirði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband