Laugardagur, 19. janúar 2008
Sigur Þjóðveldisflokksins- Til hamingju Færeyingar
Þjóðveldisflokkurinn, systurflokkur Vinstri grænna er nú stærsti stjórnmálaflokkurinn í Færeyjum með 23,3 % fylgi og hefur 8 þingmenn. Hinir stjórnarandstöðuflokkarnir Sjálfstýrisflokkurinn og Miðflokkurinn bættu einnig við sig fylgi.
Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu fylgi þvert á spár.
Sjálfstæði og umhverfismál
Þjóðveldisflokkurinn undir forystu Högna Hoydal leggur mikla áherslu á umhverfismál, verndun lífríkisins, og sjálfbæra nýtingu auðlindanna. Flokkurinn berst fyrir sjálfstæði Færeyja.
Skoðanakönnun sýndi að Högni nýtur mikils stuðnings kjósenda sem næsti lögmaður Færeyja.
Vinstri græn með formann sinn Steingrím J. Sigfússon í broddi fylkingar hafa dyggilega stutt við Færeyska sjálfstæðisbaráttu. Högni Hoydal hefur tvívegis verið gestur á landsfundum Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Sjálfstæðisbaráttan og umhverfismálin fá nú aukinn byr í seglin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.1.2008 kl. 23:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.