Úrillur Geir á Alþingi

Kunningi minn fyrir norðan spurði mig  hversvegna forsætisráðherrann, Geir Haarde væri alltaf svona úrillur á Alþingi. Hann stekkur upp á nef sér og hreytir ónotum ef hann er gagnrýndur. Svo kveinkar hann sér hástöfum og talar um misnotkun á málfrelsi ef hann er spurður óþægilegra spurninga.

"Er eitthvað að manninum"?

Þótt mér finnist Ingibjörg Sólrún ansi hægri sinnuð er hún þó í meira jafnvægi. Svör hennar við úrskurði Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að  endurskoða bæri framkvæmd kvótakerfisins voru ábyrg og sæmandi. 

Geir Haarde forsætisráðherra setti hinsvegar undir sig hausinn og var fúll á móti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband