Uppgjör innan Sjálfstæðisflokksins?

Leiðari Þorsteins Pálssonar fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins og nú ritstjóra í Fréttablaðinu sl. sunnudag er afar athyglisverður og gæti verið boðberi stórra tíðinda.

Þar ræðst ritstjórinn á býsna berorðan hátt á gamlan keppinaut sinn, Davíð Oddsson seðlabankastjóra og fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins. Þorsteinn gerir það að vísu í gegnum Vinstrihreyfinguna grænt framboð með því að gera talsmönnum þess flokks  upp skoðanir og leggja svo sjálfur út af þeim á eftir. Því næst er umræðan heimfærð á aðgerðir Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra og meint óbeit hans á Kaupþingi, upptöku evru ofl.

„Meiri en hollt er“ segir Þorsteinn um afskipti seðlabankastjóra og getur seint fyrirgefið það, þegar Davíð og félagar steyptu honum af formannsstólnum á sínum tíma.

Þorsteinn bíður greinilega færis og telur stundina nú vera að renna upp.

Þá er hægt að rifja upp að einn dyggasti stuðningsmaður Þorsteins  Pálssonar í uppgjöri þeirra félaga á sínum tíma var Vilhjálmur Egilsson núverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Vilhjálmur, sem er talinn einn nánasti ráðgjafi Geirs  Haarde í efnahagsmálum hefur ekki linnt látum í gagnrýni sinni á Seðlabankann. Hafa sumir líkt því við hreint einelti.

Svo virðist sem Geir H.  Haarde sé í raun áfram vara formaður Sjálfstæðisflokksins  og  einnig innan ríkisstjórnarinnar.  Á  löngum ferli  býr hann að mikilli reynslu í þeim efnum.

Fróðlegt verður að fylgast með framhaldinu í uppgjöri sem klárlega stendur fyrir dyrum í Sjálfstæðisflokknum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband