Fimmtudagur, 9. október 2025
Ákall um frið !
Í dag verður kveikt á friðarsúlunni sem Yoko Ono fékk að reisa í Viðey til minningar um baráttu Lennons eins Bítlanna fyrir friði í heiminum
John Ono Lennon (fæddur John Winston Lennon; 9. október 1940 8. desember 1980) var enskur tónlistarmaður og lagahöfundur.
Hann var þekktur sem stofnandi og meðlimur Bítlanna.
Síðustu ár ævi sinnar beitti Lennon allri orku sinni, tónlist og lífskrafti fyrir baráttu um frið milli manna og þjóða í heiminum.
Lennon lét lífið fyrir þessa hugsjónir sínar er hann var myrtur á götu í New York 8. desember 1980
Baráttan fyrir friði milli manna og þjóða heimsins
Sjaldan eða aldrei er meiri þörf en nú fyrir samstillt átak um frið í heiminum.
Sjálfssagt að heiðra John Lennon og blessa minningu hans og sameinast í baráttunni fyrir friði sem við öll þráum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning