Bíllausi dagurinn - Sorgleg blekking

Veruleikafirring  og skipulagsleysi um árabil í umferðarmálum er algjör. Ísland er land veðra og vegalengda og samskipta.

Sjalfsagt er að efla almenningssamgöngur og gera þær sem greiðastar en það er ekki gert með þrengingum gatna og stórhættulegum hraðahindrunum  

Eldra fólk- hreyfihamlað- barnafólk - ofsótt

Sú bábilja að loka eldra fólk, hreyfihamlað inni af því að það getur ekki hjólað, hlaupið út í veður og vind, hímt í strætisvagnaskýli eða á berangri í hvaða veðri sem er.

"Bíllausi dagurinn var bæði umferðarþyngsti föstudagur mánaðarins og umferðarþyngsti dagur vikunnar á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt mælingum frá Vegagerðinni"

Að loka fólk inni 

Hver vill í búa í húsi, "gettói" þar sem það getur hvorki farið út í bílinn sinn, gestir komið í heimsókn, foreldrar  skutlað börnum í skóla, íþróttir eða annað félagsstarf?

- Er það að furða þótt æ fleiri konur á Íslandi velji að eiga ekki börn -_.

Eins og stóð í einni frétt á dögunum.

Þeim óar bíllausa barnaskutlið, afar og ömmur komnar til Tene  - vilja ekki vera lokuð inni í þröngum bíllausum götum og birtulausum húsum í "gettóum" Reykjavíkurborgar

Mömmurnar og pabbarnir verða líka að geta skutlast eftir barninu jafnvel úr vinnunni. 

Þarf algjöra kúvendingu í hugsun 

Þessi þröngsýni og veruleikafirring í umferðar og skipulagsmálum bitnar harðast á þeim þjóðfélagshópum  sem skipulags yfirvöld Borgarinnar vilja ekki viðurkenna að séu til.

T.D. við gamlingjarnir sem viljum þó  vera sjálfstæð og komast hjálparlaust leiðar okkar svo lengi sem fært er og fá heimsóknir

 Bíllausi dagurinn- Sorglegur brandari- springur í andlitið á eldra fólki sem upplifir fyrirlitningu skipulags yfirvalda

 

 


mbl.is Bíllausi dagurinn umferðarþyngsti dagur vikunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband