Fimmtudagur, 18. september 2025
Þjóðaratkvæði um " Bókun 35"
Enn á ný flytur utanríkisráðherra tillögu um framsal á íslensku dómsvaldi til erlendra ríkjasambanda og dómstóla ESB/EES
Stjórnarskrárbrot
Að mati óvilhallra lögspekinga og stórs hluta almennigs er hér um stjórnarskrárbrot að ræða nái tillagan fram að ganga
Hún mynd skerða stóran þátt í fullveldi Íslendinga.
Beiting 71. greinar þingskapa á meint stjórnarskrárbrot væri siðlaus
Forseti Alþingis beitti 71. grein þingskaparlaga í sumar til þess að stöðva umræður og ganga til atkvæða á Alþingi um stórt skattamál.
Það frumvarp var þó ekki talið vera brot á stjórnarskrá þótt mjög umdeilt væri
Þjóðaratkvæði
Hinsvegar virðist sem forseti þingsins og meirihlutinn sé reiðubúinn að beita slíku vopni gegn lýðræðinu og fullveldinu.
Það væri gríðarleg valdníðsla að beita því ákvæði um mál sem snerti beint stjórnarskrá landsins og fæli í sér framsal á grundvallar rétti fullveldis.
Forsætisráðherra lýsti því ufir í upphafi ferils síns að hún teldi ekki forgangsmál að kljúfa þjóðina með ESB aðild eða meintum stjórnarskrárbrotum
Sé það einbeittur vilji utanríkisráðherra og ríkisstjórnar að efna til þessa ófriðar gegn þjóðinni og fullveldinu með "Bókun 35" er það skýlaus krafa að þjóðin fái að greiða atkvæði um slíkt fullveldisframsal
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning