Þriðjudagur, 9. september 2025
Að "hóta" alþingi - Bókun 35 um framsal dómsvalds til ESB/EES
Málfrelsi og þingræðislegur réttur minnihluta hafa verið og eru hornsteinar lýðræðis.
Það var sérstakt nú við setningu alþingis að heyra forseta Íslands mæla gegn þessum lýðréttindum og tala beint niður til alþingis og þingmanna sem þar sitja:
Að skjóta umdeildum málum og meintum stjórnarskrárbrotum til forsetans og þjóðarinnar
Hugsanlega er tímabært að hugleiða breytingar á þingskapalögum, jafnvel á stjórnarskránni.
Það má og á ekki að vera keppikefli háttvirts Alþingis að halda áfram að setja met í málþófi.
En um leið ber því skylda til að vera vettvangur fyrir heilbrigða og gagnrýna umræðu, sagði forsetinn.
Öryggisventill þjóðarinnar
Umsóknin um aðild að EES var samþykkt með minnsta meirihluta alþingis 1991. Meirihluti þjóðarinnar virtist andvígur og ein fjölmennasta undirskriftasöfnun í sögu þjóðarinnar krafðist þjóðaratkvæðis.
Þingsályktun um aðildarumsókn að ESB 2009 var samþykkt með minnsta meirihluta á alþingi 2009. Gegn sýnilegum meirihlutavilja þjóðarinnar og þvert á gefin loforð fyrir kosningar
Hvoru tveggja varðar stjórnarskrána: fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar og alþingis.
Báðir þessir gjörningar voru keyrðir í gegn með minnsta meirihlutaafli á alþingi
Og hefðu átt að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Engum að treysta?
Nú verður lagt fram á þingi ný tillaga um staðfestingu á s.k. "Bókun 35" við EES samninginn um framsal á dómsvaldi til dómstóla ESB/EES
Flestir óháðir lögspekingar og sem gerst þekkja telja " Bókun 35" stjórnarskrárbrot ef hún fer fram.
Forseti alþingis sem beitti 71. grein þingskaparlaga í sumar og sleit umræðum var augljóslega að veifa þeirri hótun í ræðu sinni í dag.
Eitt aðalmálið sem reynt getur í þeim efnum á komandi þingi er framsal á íslensku dómsvaldi til erlendra dómstóla.
Hjá mörgum þjóðþingum þarf aukinn meirihluta, 2/3 eða 3/4 til þess að keyra mjög umdeild mál í gegnum þingið.
Hér á Íslandi er enginn slíkur varnagli en málfrelsið verið ankerið.
Ábyrgð og skyldur forseta Íslands gagnvart þjóðinni
Forseti lýðveldisins hefur síðan það vald og þá ábyrgð að synja umdirskrift umdeildra laga og samþykkta og senda í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Forsetinn frú Halla Tómasdóttir hefði gjarna einnig getað minnst á þá eigin ábyrgð sína gagnvart lýðræðinu og fólkinu i landinu í setningarræðu sinni um leið og hún taldi hlutverk sitt að kalla eftir meiri ábyrgð þingmanna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning