Þriðjudagur, 12. ágúst 2025
" Að vera betur borgið"
Að vera best "borgið" innan eða utan ESB heyrist gjarnan í umræðunni um fullveldi og hagsmuni Íslands í ESB umræðunni.
Jafnvel heilu stjórnmálaflokkarnir eru með það inni í stefnu skrá sinni að Íslandi sé betur borgið innan eða utan ESB.
Að vera í einhverjum "háska" sem þarf að bjargast úr
Jafnvel úr sálarháska
Ég heyrði á heilan útvarpsþátt sem bar yfirskriftina "betur borgið utan eða innan ESB"
Mér finnst svona orðræða mjög lágkúruleg þegar rætt er um fullveldi, sjálfstæði og sjálfsvirðingu þjóðar.
Tala nú ekki um þegar blandað er "hagsmunum" inn í umræðuna hvaða hagsmunum og hverra þarf að bjarga.?
Vissulega þarf að gæta að í samskiptum og einstökum tvíhliða samningum en af virðingu og reisn .
Auðvitað má halda fram með rökum og hefur verið gert af einhverjum "hagsmunum" þjóðarinnar sé best "borgið" með því að leggja niður íslenskuna og taka alfarið upp enska.
Eins og Ísland sé í hættu og þarfnist björgunarliðs
Að eitthvað utanaðkomandi þurfi að koma landinu, þjóðinni, "hagsmunum" hennar til bjargar.
Þessi hugmyndafræði er orðræða kjarkleysins, skertar sjálfsvirðingar, tapaðri reisn.
Hún lýsir einhverri meðvirkni eins og í ofbeldissambandi þar sem skriðið er fyrir valdinu, vegna þess að "hagsmunum sé best borgið".
Hvar liggur ógnin sem þarf að gæta sín á
" Hættulegustu óvinir sérhverrar þjóðar eru æfinlega innlendir umboðsmenn sem geingið hafa hinu erlenda kúgunarvaldi á hönd og reka erindi þess innnanlands" sagði Halldór Kiljan Laxxnes í hátíðarræði 1. des 1935"
Minnir á "heimilisofbeldi" í samskiptum á alþjóðavetvangi.
" Hagsmunum er best borgið" hvaða hagsmunum og hverra?.
Í samskiptum og samningum við aðra einstaklinga, hópa eða þjóðir er númer eitt að halda sjálfsvirðingu sinni, öryggi og sjálfstæðri reisn en ekki undir kúgunarhugsjóninni að einhverjum hagsmunum sé best borgið í skjóli einhverra þegar höndla á um, fullveldi og sjálfstæði þjóðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning