Stokkhólma- Rauður

21379d64-590e-42cb-b4c3-819606523a74 (1)Morð á stóðhesti
Nú standa yfir á Hólum í Hjaltadal kvikmyndatökur á Bless-  bless Blesi
Þráðurinn fjallar um  morð á hestinum Blesa sem vænst er að vinni til  æðstu verðlauna á Landsmóti hestamanna  en er talinn myrtur  á mótinu.
Í meðf viðtali við MBL er lýst söguþræði þessarar "dramasögu" um Blesa, en Hólastaður er undirlagður og iðandi af lífi við kvikmyndatökurnar.
Ekki veit ég hvort myndin tengist atburði  frá 28.júlí 1981 er stóðhesturinn Rauður 618 frá Stokkhólma í Skagafirði fannst skotinn í heimahaga einmitt þegar verið var að búa hann undir stórsýningu á landsmóti næsta ár. 
"Stokkhólma Rauður fannst skotinn í haga"
Þannig hljómaði fyrirsögn í Morgunblaðinu miðvikudaginn 5. ágúst 1981
"Einn besti stóðhestur landsins drepinn: StokkhólmaRauður skotinn STÓÐHESTURINN kunni. Stokkhólma-Rauður 618. fannst skotinn út í haga í Skagafirði. þriðjudaginn 28. júlí síðastliðinn.
Síðast sást hann á lífi sunnudaginn 26. júlí klukkan 19.00. Hafði hann verið settur í girðinguna deginum áður ásamt tveimur geltum hestum. Eigandi hestsins var Halldór Sigurðsson gullsmiður í Reykjavík.
Það var Halldór Jónsson starfsmaður á Stokkhólmabúi sem fann hestinn dauðan í haganum á þriðjudaginn og sagðist honum svo frá í samtali við Mbl.  sunnudaginn var Eysteinn Sigurðsson ráðsmaður í Stokkhólma á ferð þarna hjá girðingunni og virtist allt vera í góðu lagi.
Á þriðjudag er hann síðan á ferð á sömu slóðum og sér hann þá ekki til hestsins.
„Ég fór þá seinna um daginn að athuga hvort hann væri ekki i girðingunni, sé ég hrafnahóp þar skammt frá mér og vissi ég þá að hann væri dauður, en þar sem ég var ríðandi vildi ég ekki fara nærri, enda taldi ég víst að hesturinn hefði orðið bráðkvaddur og fór því heim.
Á miðvikudag fer ég ásamt Eysteini til að grafa hestinn. Þykir mér þá einkennilegt að blóð hafði blætt úr vitum hans svo við förum að kanna þetta nánar og sjáum við þá kúlnagat á enni hans.
Það er kannski rétt að geta þess, að hesturinn var ekki spakur í haga, þannig að allt bendir til að hann hafi verið skotinn á færi.
Eftir þetta kom svo til kasta lögreglu og dýralæknis." Haft var samband við Gísla Halldórsson dýralækni í Varmahlíð, sem krufði hestinn og taldi hann að hesturinn hefði verið á beit eftir ferli kúlunnar að dæma.
Kúlan fór inn hægra megin við miðlínu heilans og á ská niður og út um vinstri kjálkann.
Eftir mælingar á kúlnagatinu kom í ljós að kúlan var 243 caliber og fannst í haga eftir því sem byssufróðir menn segja þá er útilokað að nota slíkar kúlur til fugladráps sagði Gísli ennfremur."... 
Talinn besti stóðhestur landsins
"Á síðustu árum var talið að Stokkhólma-Rauður væri einn besti stóðhestur landsins og var það meðal annars haft eftir Þorkeli Bjarnasyni hrossaræktarráðunauti á fjölmennum fundi í Reykjavík á síðastliðnum vetri. Er því greinilegt að íslensk hrossarækt hefur orðið fyrir miklum skaða við að missa Stokkhólma-Rauð. V.R" 
 
Morð- Gátan óráðin? 
"Ég kæri mig nú ekki um að ræða það mál nánar, en ég get þó sagt, að ég tel mig vita hvað gerðist, og það var engin tilviljun, að hesturinn var drepinn.
Það þurfti að ganga langa leið til að skjóta hann, hann var valinn úr stóru stóði, sem þarna var á beit, og hæfður mitt í ennið. Það er engin tilviljun, það þurfti bara að ryðja hestinum úr vegi, en nánar fer ég ekki út í þá sálma." segir Sveinn Hjörleifsson  tamningamaður hjá Halldóri í Stokkhóla í viðtali við Morgunblaðið  22. jan 1984.
 
Hin frægu Kolkuóshross 
Rauður 618 var af hinni frægu ræktun Sigurmons í Kolkuósi, Kolkuóss pg Svaðastaðakyn
Um þessi hross segir Sveinn tamningamaður í Morgunblaðsviðtalinu: 22. jan 1984
" Við Sigurmon í Kolkuósi lærðum þá, að „snillingarnir" voru að dæma tamningu og sýningarsnilld knapa, ásamt góðu eldi í hestunum, en ekki hæfileika hestanna sjálfra.
Þessum mönnum virðist hins vegar gleymast, að tamningin erfist ekki. Stígandi 625 frá Kolkuósi er afburða kynbótahestur, og aldrei hefði átt að láta hann fara úr landi.
Ég hef aldrei kynnst eins miklum vilja og í afkvæmum hans, og nú er hesturinn í Þýskalandi og gerir það gott, svo sem sjá má á yfirburðahestinum Þór frá Sporz, stóðhestinum undan Stíganda sem svo mikla athygli hefur vakið meðal allra þeirra, sem láta sig ræktun íslenska hestsins einhverju varða.
Stígandi og Stokkhólma-Rauður voru miklir undaneldishestar, það sáum við Sigurmon strax, og þetta er enn að sannast með Rauð, i Stokkhólma, á Hólabúinu og í Kirkjubæ, þar sem synir hans, Hóla-Blesi og Elgur 965, hafa verið notaðir."
 
Spennandi söguþráður 
 Stóðhesturinn Stígandi frá Kolkuósi á fjölda afkomenda í Þýskalndi  og var mjög umdeilt þegar hann var seldur úr landi,
Ekki veit ég hvort feðgarnir Hóla- Blesi og Stokkhólma Rauður 618 séu fyrirmyndin í kvikmyndatökunum um Blesa sem nú er verið að taka upp og gaman það fylgjast með
En óneitanlega leitar á hugann  "morðið" á Stokkhólma- Rauð  hinnn 28. júlí 1981.
 
( Fyrirtækið ACT4 í samstarfi við RUV og NEW8 (New8 er sam­starf allra nor­rænu sjón­varps­stöðvanna, DR, SVT, NRK, YLE, RÚV auk ZDF í Þýskalandi, NPO í Hollandi og VRT í Belg­íu) 

Bless bless Blesi fjall­ar um keppnisknap­ann Auð sem mæt­ir á Lands­mót hesta­manna með stóðhest­inn Blesa. Þeir sýna snilld­ar­takta og Blesi er sig­ur­strang­leg­asta hrossið í A-flokki gæðinga fyr­ir lokaum­ferðina. En að morgni keppn­is­dags­ins finnst Blesi dauður í hest­hús­inu. Lög­regl­an í sveit­inni neit­ar að rann­saka málið enda ekki um morð að ræða þegar hest­ur er drep­inn. Auður ákveður upp á eig­in spýt­ur að rann­saka sam­fé­lag ís­lenskra keppn­is­hesta­manna í leit að hrossamorðingj­an­um.)

  Act4.is

mbl.is ACT4 framleiðir fyrstu íslensku New8-sjónvarpsþáttaröðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband