Nóg komið af dómsvaldi EES/ESB

"Ísland dæmt fyrir vanrækslu EES samningsins !

EFTA dómstóllinn hefur kveðið upp dóm þar sem staðfest er að Ísland hafi brotið gegn skyldum sínum samkvæmt 7. grein EES samningsins.

Í dómn­um seg­ir að Ísland hafi ekki gert nauðsyn­leg­ar ráðstaf­an­ir til að gera lög­gern­ing­inn að hluta af lands­rétti sín­um, eins og skylt er sam­kvæmt 7. grein EES samn­ings­ins".

Það kemur ekki fram í fréttinni hvað sektin er  há en hinsvegar á Ísland að greiða málskostnað fyrir dómnum

"Bókun 35" um framsal dómsvalds til EES/ESB

Nú liggur fyrir alþingi frumvarp um að Ísland innleiði kröfu EES/ESB um að þegar lög og reglur EES stangist á við Íslensk lög og regluverk  skulu EES/ESB  lög og reglur ráða.

Þessu ákvæði var hafnað 1991 af Alþingi  þegar EES samningurinn var saþykktur með naumasta meirihluta.

Með þessu ákv´æði sem felst í bókun 35 hefði  samningurinn aldrei verið samþykktur.

Nú á að lauma Íslandi inn bakdyramegin undir þessi lagákvæði EES/ESB

Þegar tekist var á um fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt Íslands fyrr á öldum var Jón Loftsson höfðingi Oddaverja til varna: r

" Heyra má ég erkibiskups boðskap en ráðinn er ég í að hafa hann að engu"

Frægasta dæmið í Íslandssögunni um þetta, eru orð Jóns Loftssonar, Oddaverja sem mestur var höfðingi á landi hér í sinni tíð þegar hann sagði þegar biskup krafðist ættaróðals hans á grundvelli kirkjulaga:

"Heyra má ég erkibiskups boðsskap, en ráðinn er ég í að halda hann að engu og eigi hygg ég, að hann vilji betur eða viti, en mínir foreldrar Sæmundur hinn fróði og synir hans." Biskup hótaði þá að bannfæra Jón, en hann lét sig ekki og biskup þurfti frá að hverfa og var það hin mesta sneypuför".

Nóg komið af dómum frá EES/ESB yfir Íslendingum

Nú þyrftum við að eiga slíka menn á Alþingi Íslendinga sem hefðu burði til þess að hafna dómayfirgangi EES/ESB

 

 


mbl.is Ísland dæmt fyrir vanrækslu EES samningsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband