Laugardagur, 8. febrúar 2025
" Helvítis flugvöllurinn" Orðbragð ekki til sóma
Það er með ólíkindum hvað skipulagsyfirvöld höfuðborgarinnar, Reykjavík hafa árum saman hatast út í Reykjavíkurflugvöll.
Nú þegar tekin er upp vörn fyrir flugvöllinn fá landsmenn kaldar kveðjur:
Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll
Er haft eftir áhrifamanni í borgarstjórn við visi.is
Hvað sem verður um meirihluta borgarstjórnar Rekjavíkur fer svona orðbragð áhrifamanna og umræðunálgun um öryggisflugvöll þjóðarinnar illa í mig og fleiri landsmenn og eru gróf skilaboð til landsbyggðarinnar og þeirra sem vilja sjá stolta höfuðborg
Byggt fyrir alla glugga í Öskjuhlíðinni
Ekki aðeins hafa þau staðið fyrir húsbyggingum í Öskjuhlíðinni þétt uppi í flugvallarsvæðinu þvert á hagsmuni flugöryggis.
Selt nýju steinkumbaldana með útsýni út á Skerjafjörðin og vesturum sem mánuði síðar er búið að byggja fyrir með nýjum kumbalda sem aftur er selt með útsýni osfrv.
Og svo er deilt um nokkur tré sem skyggja á aðkomu flugvéla !
Rökin fyrir nýjum Landspitala var flugvöllurinn
Rökin fyrir að troða nýjum Landspitala ofan í kvos þar sem ekkert framtíðarpláss er, var hann skyldi byggjast sem næst flugvellinum.
Vatnsmýrin sem eru hin "náttúrulegu lungu" votlendis Reykjavíkur skulu fyllt upp af húsum, mannvirkjum og fyllingum
Votlendi sem ætti að vera alfriðuð náttúruperla og stolt "grænnar" Reykjavíkur er fyllt um af grjóti og steypuklummpum
Já og svo er það " helvítis flugvöllurinn" sem sprengir borgarstjórn eins og einn áhrifamaður í borgarstjórn til áratuga "hreytir" út úr sér við landsmenn.
Þversagnirnar æpa.
Hver ætlar að borga fyrir alla skiupulagsvinnu undanfarinna ára við flugvöll í Hvassahrauni með spúandi eldfjöll og hraunrennsli allt um kring?.
Kannski hefur "Grindavíkurnefndin" sagt álit sitt á nýjum flugvelli Hvassahrauni,
Já Þetta snýst ekki um "einhvern helvítis flugvöll
er kveðjan sem landsbyggðin, sjúkraflutningsmennirnir fá í andlitið.
Er að furða þó einhverjum sé misboðið orðbragðið og því sem fylgir.
https://www.visir.is/.../-thetta-snyst-ekki-um-einhvern...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning