Stjórnarskráin

ESB umsóknina 2009 var farið á svig við stjórnarskrána.

Í Lýðveldisstjórnarskránni frá 1944, 16 grein er kveðið skýrt á um að

 "lög og mikilvægar  stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði".

Það var ekki gert við ESB umsóknina

Forseti Íslands gerði athugasemd á ríkisráðsfundi

 Á Ríkisráðsfundi á Bessastöðum í lok árs 2009 gerði forsetinn utan dagskrár athugasemd við stjórnsýslu forsætisráðherra og utanríkisráðherra hvað ESB umsóknina varðaði og benti á umrætt ákvæði.

 Ég var í ríkisstjórn á þeim tíma þegar hin umdeilda beiðni um inngöngu í Evrópusambandið var samþykkt á Alþingi 16. júní 2009 með margskonar fyrirvörum til ráðherra.

Umsóknin var reyndar aldrei borin upp í ríkisstjórn

Alþingi skilyrti vinnunna við umsóknina 

Umsóknin var á sínum tíma og er enn skilyrt af hálfu Alþingis gagnvart ráðherrum viðkomandi málaflokka og samninganefndin var bundin af. 

Evrópusambandið tekur hinsvegar ekki við skilyrtri umsókn og lýsti því strax að Ísland yrði að yfirtaka öll lög og reglur Evrópusambandsins og játast undir endanlegt  vald framkvæmdastjórnar ESB í einu og öllu.

Þversögn stjórnvalda

Í því er fólgin ósamrýmanleg þversögn, sem þeir er báru ábyrgð á umsókninni neituðu að horfast í augu við. 

 Nú er fullljóst að ekki er hægt að halda áfram með umsóknina og inngönguferlið nema falla frá þeim skilyrðum sem Alþingi setti framkvæmdavaldinu á sínum tíma.

Erfitt er ennfremur  að sjá hvernig hægt er að halda áfram með 16 ára gamla umsókn  sem í upphafi var talin geta verið stjórnarskrárbrot.

Fullveldið er ekki útsöluvara

Það er fullljóst að  fara verður yfir þá fyrirvara sem Alþingi setti 2009 og breytingar sem hafa orðið á lögum og reglum beggja aðila í breyttu umhverfi áður en hægt er að taka þráðinn upp að nýju eins og utanríkisráðherra hefur lýst yfir.

Þá þarf að endurskoða stjórnsýslulegt lögmæti  ESB- umsóknarinnar frá 2009

 

 

(S


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband