Sú kolefnisbinding sem hlýst af skógrækt er ekki eins mikil og hlýst af beitingu á landi samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem skoðaði kolefnisbindingu í graslendi og svo í friðuðu landi þar sem skógrækt hefur farið fram.
Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor í landnýtingu, hefur ásamt fleiri vísindamönnum unnið að verkefninu ExGraze þar sem skoðuð voru 32 svæði um landið sem höfðu verið friðuð í mislangan tíma, frá 20 árum og upp í 80 ár. Til samanburðar voru beitilönd við hlið friðaða landsins einnig rannsökuð. Verkefnið hlaut meðal annars styrk frá Rannís árið 2021.
Ásamt Önnu Guðrúnu unnu að verkefninu vísindamennirnir Christian Klopsch doktorsnemi, Rene van der Wal prófessor við Sænska Landbúnaðarháskólann, Richard D. Bardgett prófessor við Manchesterháskóla, Björn Þorsteinsson prófessor og Jóna Guðmundsson lektor.Í verkefninu okkar er fyrst og fremst verið að athuga áhrif friðunarinnar og þar er það gegnumgangandi og í raun mjög mikill munur á kolefnisupptöku í beittu landi og því sem hefur verið friðað, segir hún.
Meginniðurstöður ExGraze:
Að sögn Önnu Guðrúnar verður sem dæmi uppsöfnun á sinu og mosa í friðaða landinu ásamt því að landið verður kaldara og þurrara.
Og það er miklu minni kolefnisupptaka heldur en í beitilandinu sem er við hliðina á, segir Anna Guðrún og vísar í niðurstöður sambærilegrar rannsóknar í Skotlandi. Þar kom fram að 33% minni kolefnisbinding varð í jörð sem friðuð hafði verið í 70 ár frá því þegar þar var graslendi.
Við getum séð í hendi okkar hvað er að gerast í fyrsta lagi með þessa friðun og síðan plöntun að við erum ekki að binda kolefni heldur erum við að tapa kolefninu sem er í jarðveginum við það að planta trjánum, segir Anna.
Trjáplönturnar vinna sig upp á kolefninu sem graslendið hefur þegar bundið og jarðvegurinn er að minnka og kolefnið færist upp í stofninn, segir hún.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning