Föstudagur, 10. janúar 2025
Heilbrigt og réttlátt samfélag
Herhvöt Hermanns til Strandamanna 1949
" Aldrei hefur ábyrgðarlausari né óheilladrýgri stjórn farið með völd í landinu, aldrei hefir verið stjórnað af minni fyrirhyggju um fjárhag og dýrtíðar mál"
Er einkunn sem ein ríkisstjórn eftirstríðsáranna fær.
Hermann var þá í stjórnarandstöðu.
Árin eftir seinna stríð, fyrir og kringum 1950 voru ein verstu með mikilli dýrtíð, gjaldeyrisskorti og vöruskömmtun.
Mæðiveikin herjaði á sauðfé landsmanna með stórfelldum niðurskurði á sauðfé í heilum landshlutum
Og Hermann vandar andstæðingum sínum ekki kveðjurnar og varar við skyndilausnum
Augnabliks "sölur" engin lausn
"Sölur á félagslegum eignum eru bara augnabliks fyrirbæri, en málefnin ein varanleg
Ef þjóðmálastefnan er röng lifa menn ekki lengi á "sölum".
Það sem skiptir máli fyrir varanlega hagsmuni allra manna í þessu landi er að útrýma hinni auðnuleysis - legu og auðvirðilegu spillingu sem vex kringum skammsýna hæfileikalitla spákaupmenn og niðurlægir og vanvirðir fólkið, - en hefja í þess stað sókn gegn spillingunni með samtakamætti fólksins, mistökum þess og höppum, sókn sem byggð er á jafnrétti.
Þar sem enginn kaupir annan fyrir ófrjálst fé, en hver horfir í augu annars sem frjáls og heiðarlegur maður og félagi sem keppir að því marki með heiðarlegum vinnubrögðum að skapa heilbrigt og réttlátt samfélag.
Þá menn sem þannig hugsa, þannig finna til, bið ég að leggja ótrauða lið með mér til orustu við þau öfl sem nú herja Strandasýslu - og byrjuðu starf sitt með sjónhverfingum".
(Sjálfstæðismenn byrjuðu kosningabaráttu á Ströndum með sýningum á "Baldri og Konna" sem voru mjög vinsælt skemmtiatriði á þeim árum).
Með vinsemd og virðingu Hermann Jónasson
Efrtirmáli
Hermann náði að sjálfssögðu góðu kjöri.
Glímukóngur Íslands með pottþétt fylgi Strandamanna.
Mér fannst gaman að rekast á þetta bréf Hermanns en hann var eins og heimagangur á fjölmennu sveitaheimili, Asparvík - norður á Ströndum í áratugi.
Hvernig sem svo Hermanni Jónassyni gekk að framfylgja þessum draumum sínum um herlaust Ísland, laust við spillingu og hver gæti horft í augun á öðrum með reisn og virðingu-
Fullvalda - Réttlátt Samfélag.
Það er svo annað mál. En víst er að til þess hafði hann öflugan stuðning Strandamanna á þessum árum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.1.2025 kl. 00:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning