Föstudagur, 10. janúar 2025
Heilbrigt og réttlátt samfélag
Herhvöt Hermanns til Strandamanna 1949
" Aldrei hefur ábyrgđarlausari né óheilladrýgri stjórn fariđ međ völd í landinu, aldrei hefir veriđ stjórnađ af minni fyrirhyggju um fjárhag og dýrtíđar mál"
Er einkunn sem ein ríkisstjórn eftirstríđsáranna fćr.
Hermann var ţá í stjórnarandstöđu.
Árin eftir seinna stríđ, fyrir og kringum 1950 voru ein verstu međ mikilli dýrtíđ, gjaldeyrisskorti og vöruskömmtun.
Mćđiveikin herjađi á sauđfé landsmanna međ stórfelldum niđurskurđi á sauđfé í heilum landshlutum
Og Hermann vandar andstćđingum sínum ekki kveđjurnar og varar viđ skyndilausnum
Augnabliks "sölur" engin lausn
"Sölur á félagslegum eignum eru bara augnabliks fyrirbćri, en málefnin ein varanleg
Ef ţjóđmálastefnan er röng lifa menn ekki lengi á "sölum".
Ţađ sem skiptir máli fyrir varanlega hagsmuni allra manna í ţessu landi er ađ útrýma hinni auđnuleysis - legu og auđvirđilegu spillingu sem vex kringum skammsýna hćfileikalitla spákaupmenn og niđurlćgir og vanvirđir fólkiđ, - en hefja í ţess stađ sókn gegn spillingunni međ samtakamćtti fólksins, mistökum ţess og höppum, sókn sem byggđ er á jafnrétti.
Ţar sem enginn kaupir annan fyrir ófrjálst fé, en hver horfir í augu annars sem frjáls og heiđarlegur mađur og félagi sem keppir ađ ţví marki međ heiđarlegum vinnubrögđum ađ skapa heilbrigt og réttlátt samfélag.
Ţá menn sem ţannig hugsa, ţannig finna til, biđ ég ađ leggja ótrauđa liđ međ mér til orustu viđ ţau öfl sem nú herja Strandasýslu - og byrjuđu starf sitt međ sjónhverfingum".
(Sjálfstćđismenn byrjuđu kosningabaráttu á Ströndum međ sýningum á "Baldri og Konna" sem voru mjög vinsćlt skemmtiatriđi á ţeim árum).
Međ vinsemd og virđingu Hermann Jónasson
Efrtirmáli
Hermann náđi ađ sjálfssögđu góđu kjöri.
Glímukóngur Íslands međ pottţétt fylgi Strandamanna.
Mér fannst gaman ađ rekast á ţetta bréf Hermanns en hann var eins og heimagangur á fjölmennu sveitaheimili, Asparvík - norđur á Ströndum í áratugi.
Hvernig sem svo Hermanni Jónassyni gekk ađ framfylgja ţessum draumum sínum um herlaust Ísland, laust viđ spillingu og hver gćti horft í augun á öđrum međ reisn og virđingu-
Fullvalda - Réttlátt Samfélag.
Ţađ er svo annađ mál. En víst er ađ til ţess hafđi hann öflugan stuđning Strandamanna á ţessum árum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.1.2025 kl. 00:01 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.