Að leita rótanna- fylgja sannfæringu sinni

Hermann Jónasson (1896-1976) fyrrum forsætisráðherra, formaður  Framsóknarflokksins um áratugi og þingmaður Strandamanna skrifaði langt og hvatskeytt bréf til allra Strandamanna fyrir kosningarnar 1949.

Hart var sótt að Hermanni sem hafði hendur sínar að verja innanflokks sem utan þessi ár.

Nú þegar rótgrónir flokkar hafa lent í hremmingum  - telja að þurfi að leita uppruna síns og fyrir hvað þeir voru stofnaðir er fróðlegt að lesa bréf Hermanns. 

Faðir minn Bjarni Jónsson þá útvegsbóndi í Asparvík studdi Hermann sem þingmann Strandamanna frá fyrsta degi og þeir skrifuðust reglulega á.

Hvatningarbréf Hermanns fyrir haustkosningar 1949:

Nú skal leggja Hermann að velli.

" Það dregur enn til kosninga, nú um áframhaldandi  niðurlægingu - eða sókn til viðreisnar...  

Þeir (Strandamenn) gera sér þess grein að hér er til þess barist  að leggja að velli þann þingmann, sem stríðsgróðamenn, heildsalar, vöru og húsaleigubraskarar og þess konar fólk  virðast telja sinn ótvíræðasta  og um leið hættulegasta andstæðing sinn. .

... Má vera  að til þeirra tíðinda dragi, að úr því verði nú skorið í Strandasýslu  hvort vilji  og sannfæring landsmanna  á að ráða  málum með þjóðinni, eða gullkálfur sá sem fóðraður er á fjármunum þjóðarinnar sjálfrar, peningum sem hafa verið teknir  af borði fólksins við hverja máltíð, og hvert skipti  sem það hylur nekt sína  með nýrri spjör...

Það sem kann að  verða  skorið úr, er það, hvort  þessir fjármunir almennings, komnir ranglega og faldir í vösum örfárra  eigi að stjórna almenningi.

M.ö.o. hvort þessir örfáu  eigi að geta keypt sannfæringu fólksins í heildverslun, með þess eigin fjármunum til þess að fá vald  til að raka af því margfalt meira fé...."

 "Undirlægjur í utanríkismálum"

.."Í utanríkismálum hefur  mér þótt  meirihluti ríkisstjórnar undirlægjugjarn og þróttlítill-

Ég var andstæðingur Keflavíkursamningsins, vildi að Íslendingar réðu vellininum sjálfir og rækju hann fyrir flugþjónustu gegn endurgjaldi þeirra landa sem völlinn  nota líkt og við sjáum um veðurathuganar þjónustu fyrir ýmsar aðrar þjóðir gegn endurgjaldi". 

Vildi friðarákvæði í Natósamninginn 

Hart var lagst á Hermann vegna þess að hann studdi ekki samninginn um inngöngu í Nató 1949.

Þótt Framsóknarflokkurinn hafi átt aðild að þeirri ríkisstjórn var Hermann utan stjórnar og gagnrýndi hana.

   "Gagnvart Atlantshafssamninnum  var afstaða mín samskonar...

Ég vildi  að sá fyrirvari væri hafður í samningum  að við tækjum ekki þátt í hernaði gegn neinni þjóð, ætluðum okkur ekki að innleiða herskyldu til að segja öðrum þjóðum stríð á hendur" 

Og Hermann beygir flokkinn undir sig á ný,.

"... Ég hef krafist þess að stjórnin greiði heildsalabraskinu, okrinu og svindli því í verslun, húsaleigu og viðskiptum  sem átt hefur sér stað fyrsta höggið- og fylgi því eftir svo sem með þarf ...

Hefji síðan  á þeim grundvelli samstarf við almenning um almenna viðreisn  fjármála og framleiðslu  til að skapa hér réttlátt og blómlegt þjóðlíf."...

Þarf nýjan Hermann Jónasson

Hvað ætli að Hermann hefði sagt um stjórnsýslu síðustu ára þegar fasteignabraskarar, eignarhaldsfélög með háa arðsemiskröfu, sjálftöku banka og matvörurisar tröllríða húsum.

Og ný stjórnvöld kalla eftir hagræðingatillögum sem er gott.

En sumir þar innanborðs blindast og sjá helst þann kost að kynda Ukraínubálið, vopnaskakið, hergagnaiðnaðinn, undirlægjuháttinn í utanríkismálum og sækja um aðild að Evrópusambandinu. 

Fullveldi og réttlátara samfélag

Sannfæringu sinni lýsir Hermann vel í þessu bréfi - ákalli til Strandamana að standa með sér fyrir fullveldi og réttlátara samfélagi.

  Gripið verður síðar til fleiri þátta í bréfi Hermanns til fróðleiks og upprifjunar


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband