"Brennt barn ætti að forðast eldinn"

Að rifja upp söguna

Evrópusambandið samþykkti af "einstakri smekkvísi" formlega umsókn Íslands að ESB hinn 17.júní 2010 fullveldisdag Íslendinga.- Skilaboðin voru skýr- 

"Villikettirnir", bók Jóns Torfasonar um ríkisstjórnarár Vinstri grænna og Samfylkingar rekur á ævintýralegan hátt þennan "ESB farsa"

Gerðu grín að íslenskum ráðherrum

Fulltrúar ESB gerðu ljóst strax í byrjun að það eitt réði framgangi, hraða og vinnu umsóknarinnar.

Í bókinni Villikettir segir:

" Vinnuskipulagið var í engu samræmi við það sem Steingrímu J. Sigfússons hafði haldið fram:

Svo nefnd rýnivinna hófst en hún fólst í að bera saman lög og reglur ESB og Íslands hverju Ísland þyrfti að breyta í samræmi við regluverk ESB....

Helstu ágreiningsefnin svo sem sjávarútvegs- og landbúnaðarmál og byggða mál skyldu rædd síðast"...

 Forsendur brostnar fyrir ESB - umsókninni

Í júlí kom fram að stækkunarstjóri ESB  lýsti því að ekki væri unnt að veita varanlegar undanþágur  frá reglum ESB

Kom þetta fram á ríkjaráðstefnu Íslands og ESB það ár.

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra  hélt því þá strax fram að í ljósi álits stækkunarstjórans ætti að hætta við umsóknina og draga hana til baka"

Vísvitandi var haldið áfram að blekkja þjóðina

Þeim sem héldu því fram að hægt væri að fara í                  " könnunarviðræður" og semja um undanþágur áttu þá þegar að vera ljóst að slíkt var rökleysa og vísvitandi verið að blekkja þing og þjóð. Reyndar vitað frá upphafi

En áfram var samt þumbast og vísvitandi að blekkja fólk uns rekist var svo á vegg að hætta varð við allt saman. 

Hörmungarsaga ESB umsóknar frá 2009 hefur tekið sinn toll í íslenskri stjórnmálasögu

ESB umsókn er ekki brýnasta mál dagsins sagði Kristrún Frostadóttir í aðdraganda kosninga. Hárrétt

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband