Kristrún klók - ekkert ESB

"ESB er ekki brýnasta málið á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar"

sagði Kristrún  Frostadóttir strax eftir að hún var kosin formaður Samfylkingarinnar: 

 "Velferðarmál, heilbrigðismál, aldraðir og öryrkjar, menntamál og málefni barna, jafnvægi í ríkisfjármálum eru forgangi.

Var þar mikill samhljómur  með Ingu Sæland og hennar fólki í Flokk fólksins

Kristrún ætlar sér að vera lengur en eitt kjörtímabil í pólitík.

Fer ekki í "sjálfsmorðsleik"

Kristrún hefur  vonandi engan áhuga á sjálfsmorðsleiðangri forvera sinna Ingibjargar Sólrúnar og Jóhönnu Sigurðardóttur. Þær báðar steyptu flokk sínum Samfylkingunni fram af hengifluginu í hruninu 2008 og svo með blindri löngun og baráttu fyrir inngöngu í Evrópusambandið árin á eftir.

Hremmingar Samfylkingarinnar áður

Eftir þessar hremmingar Samfylkingar í ESB- og eftirhrunsmálum  lá við að flokkurinn þurrkaðist út af þingi 2017 með einungis 5,7% atkvæða og þrjá þingmenn.

Flokkur fólksins ítrekað lýst andstöðu við ESB aðild

Flokkur fólksins hefur ítrekað lýst andstoðu við inngöngu í ESB og flutt tillögur á þingi um að draga umsóknina frá 2009  formlega til baka.

Flokkur fólksins vildi færa stjórnmálin inná heimili fólksins og að viðfangsefnum dagsins. Inga Sæland hefur verið sjálfri sér samkvæm í þeim efnum

Blautir draumar ESB sinna eiga þar lítið erindi,

 Nýjar áherslur Samfylkingar 

Kristrún Frostadóttir hefur unnið þrekvirki með Samfylkinguna.  Þar vóg þungt nýjar áherslur og að ESB umsókn væri í raun tekin af dagskrá. 

Með því að taka ESB umsókn af dagskrá unnust fjöldi atkvæða vinstra fólks. Ég virði dugnað Kristrúnar 

 Vonandi stendur Kristrún við þau orð sín um ESB

Gömlum ESB - krötum sárnar 

 Það var mjög sérkennilegt viðtal "ESB - þríeykisins" á Stöð 2 í kvöld

Heimir Már Pétursson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Þorsteinn Pálsson  grátbáðu um nýja ESB umsókn. 

Nú eru þau ekki hver sem er

Öll bæði virk í Samfylkingunni og Viðreisn

Afbrýðisemi í garð Kristrúnar.

Annað hvort voru þau Ingibjörg Sólrún og Þorsteinn Pálsson að reyna að spilla fyrir stjórnarmyndun þeirra  þriggja sem nú tala saman eða afbrýðisemi í garð Kristrúnar og hornreka Viðreisnar sveið.

Grátkór ESB 

 Vantaði bara Jóhönnu, Steingrím og Össur í "settið" með Heimi Má og ræða hinn glataða ESB draum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband