Miðvikudagur, 4. desember 2024
- Pólitískt lík sem bíður greftrunar
Darraðardans á Alþingi 16.júlí 2009 um ESB
Atkvæðagreiðslan á Alþingi 18.júlí 2009 um aðildarumsókn að Evrópusambandinu kemur upp í hugann nú þegar vangaveltur eru um hvort ný ríkisstjórn beiti sér fyrir að endurnýja umsóknina að ESB
Forsætisráðherra hljóp milli borða í þingsal
Eftirá er myndin spaugileg en var ekki þá.
Forsætisráðherra Samfylkingar Jóhanna Sigurðardóttir hljóp þá milli borða í þingsal til þess að fylgjast með atkvæðagreiðslu einstakra þingmanna.
Kallaði einstaka þingmenn VG á eintal út úr salnum meðan á atkvæðagreiðslu stóð, ýmist hótaði eða lofaði.
Ljóst var að mjótt yrði á munum
ESB sinnar í öllum flokkum höfðu þrælskipulagt sig saman undir forystu formanna ríkisstjórnarflokkanna.
Jóhanna,forsætisráðherra hafði kallað mig á einkafund rétt fyrir atkvæðagreiðsluna og hótaði mér í bak og fyrir annars vegar ef ég greiddi atkvæða gegn og hinsvegar lofaði gulli og grænum skógum ef ég samþykkti.
ESB- umsóknin var aldrei "ríkisstjórnarmál"
Stjórnsýslulega var Þingsályktunartillagan um aðild að ESB hvorki ríkisstjórnar mál né meirihlutamál ríkisstjórnarflokkanna.
Þótt forysta ríkisstjórnarflokkanna hafi viljað líta svo á eftir á.
Einn ráðherra var algjörlega á móti málinu í ríkisstjórn.
Hópur þingmanna VG, annars ríkisstjórnarflokksins lýsti fyrirfram andstöðu.
Hafði tillagan því aldrei meirihluta þingmanna ríkisstjórnarinnar á bak við sig
Utanríkisráðherra sem fékk að flytja málið í eigin nafni varð því að treysta á stuðning þingmanna úr öðrum flokkum.
Hart var tekist á um málið innan þingflokks VG.
Formaður VG sem studdi ESB umsóknina afar eindregið lýsti áhyggjum að þessi ágreiningur innan þingflokksins um grundvallarmál gæti stefnt lífi ríksstjórnarinnar í voða og síðar einnig fyrir VG.
Hvoru tveggja koma á daginn.
ESB umsóknin varð næstu ár eins og pólitískt lík í kistu sem beið greftrunar
Þingmenn og fjöldi forystufólks VG og þeir sem borið höfðu fram hugsjónir VG í byrjun yfirgáfu hreyfinguna eða urðu óvirk.
VG er nú horfið af þingi og við lá að örlög Samfylkingarinnar hefðu orðið þau sömu fyrir nokkrum árum vegna m.a. ESB umsóknar
Atkvæðagreiðslan 16.júlí 2009 fór "uppíloft".
Þingsályktunar tillagan var samþykkt með 33 atkvæðum- 28 þingmönnum VG og Samfylkingar og 5 atkvæðum þingmanna stórnarandstæðinga úr Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki og Hreyfingunni.
Nei sögðu 28 þingmenn þar á meðal 5 þingmenn VG
Núverandi formaður Viðreisnar tók ekki afstöðu.
Tveir þingmenn sátu hjá við loka afgreiðsluna.
Þar á meðal núverandi formaður Viðreisnar sem valdi þá að fylgja flestum félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum og styðja ekki aðildarumsókn að ESB.
Er skondið að hún skuli nú einn helsti talsmaður aðildar að ESB
Ekkert hefur það gerst síðan sem gerir aðild að ESB fýsilega nú en þá.
Fyrir lok kjörtímabilsins 2013 höfðu 5 þingmenn VG af 14 sagt skilið við flokkinn og átti ESB umsóknin og það sem á eftir fylgdi stærstan þátt í því sem og erfiðleikunum og trúnaðarbrestinum sem fylgdu næstu árin.
Varnaðarorð
Þessi upprifjun og varnaðarorð eru hér rituð til þeirra flokka sem gæti dottið í hug að setja ESB umsókn aftur á dagskrá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.