Fimmtudagur, 14. nóvember 2024
Áður en haninn galar tvisvar.....
"Tjörukagga" grein fyrrverandi dómara og lagaprófessors Davíð Þórs Björgvinssonar á Eyjunni og DV sl.þriðjudag er um margt forvitnileg:
" EES-réttindi eða "tjörukagga" Þorgeirs Hávarssonar? Eyjan
DV bætir í fréttina með eigin tilvitnun:
"Lagaprófessor: Þeir sem tala gegn bókun 35 skilja ekki EES og tala gegn réttindum og hagsmunum Íslendinga"
Nú er það svo að þingmenn sem samþykktu lög um að ganga í EES 12. janúar 1993 vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera þegar svokallaðri "bókun 35" var hafnað.
"Bókun 35" sem nú er gerð krafa um að innleiða í íslensk lög 30 árum seinna felur í sér forgangsrétt EES-regla þegar þær stangast á við íslenskar lagareglur.
EES reglan gengur þá framar íslensku lagareglunni.
Slík lagasetning stríðir gegn stjórnarskrá lýðveldisins og þess vegna var henni hafnað þegar EES samningurinn var samþykktur á Alþingi, reyndar með naumasta meirihluta.
Stjórnarskráin
EES samningurinn er samt af mörgum talinn ganga gegn stjórnarskránni frá upphafi.
Sá viðauki sem nú er tekist á 30 árum seinna hefur ekkert með það að gera hvort hin ýmsu ákvæði og framgangur samningsins hafi verið til góðs eða ills.
Það er Alþingi og þjóðin sem ber ábyrgð á að varðveita fullveldið samkvæmt stjórnarskrá.
Að mínu mati er lítt sómi að því að dómarar, lagaprófessorar né aðrir tali niður til Alþingis eða þjóðkjörinna þingmanna og "heimti" af því tilteknar lagasetningar.
Að gangast við uppruna sínum
Áður en haninn galar tvisvar muntu afneita mér þrisvar segir í Markúsar guðspjalli um Pétur postula
Þorgeir Hávarsson beið ekki eftir því að "haninn galaði tvisvar" og eitt gal myndi ekki hreyfa við sjálfsöryggi hans að viðurkenna þjóðerni sitt þó svo það kostaði hann "tjörubað"
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.