Áður en haninn galar tvisvar.....

"Tjörukagga" grein fyrrverandi dómara og lagaprófessors Davíð Þórs Björgvinssonar á Eyjunni og DV sl.þriðjudag er um margt forvitnileg:

EES-réttindi eða "tjörukagga" Þorgeirs Hávarssonar?   Eyjan 

 Annað hvort er hún skrifuð í miklu gríni sem ég hallast frekar að eða hún getur bent á grafalvarlegt mál innan íslenskrar stjórnsýslu umræðu. 
 
Tökum málið alvarlega 
Í grein lagaprófessorsins er Alþingi líkt við "tjörukagga" þar sem tjaran er forarfen EES/ ESB laga og regluverks.
Þingmenn eru þar annaðhvort ausnir "vatni" eða "tjöru" hvort heldur þeir velja við afgreiðslu mála sem lúta að EES/ESB.
 Þeim þingmönnum sem ekki hrópa þar strax "já og amen"  er með háði lagt í munn orð Þorgeirs Hávarssonar í Gerplu:
„Hví ertu eigi geinginn við öðrum mönnum og ausinn vatni í tjöru stað?“
„Eg em íslenskur maður“, mælti Þorgeir Hávarsson “… og fýsir mig lítt að fara að siðum annarra manna“. (HKL Gerpla 25. kafli).
 
"Tjörukaggi" ESB/ EES 
Nú má vel vera að greinarhöfundur upplifi áralanga veru sína í evrópsku stjórnsýslubákni sem eins og stöðugt val á milli þess að vera "ausinn vatni eða tjöru" vegna uppruna síns og heimalands.
 
Augljóst er að höfundur velur "vatnið" en ekki "tjöruna" hjá EES/ ESB.
Hann vill forðast óþægindi og kýs að vera"MEMM" eins og það er kallað og gefa frá sér upprunann.
Að sjálfssögðu er það hans persónulega mál þótt ég virði meir reisn og hreinskilni Þorgeirs Hávarssonar sem gekkst með stolti við þjóðerni sínu þótt það kostaði "tjörubað".
 
Fer "vatn eða tjörukaggi" ESB/EES líka inn í íslenska dómstóla
   Hin hliðin sem birtist í greininni er mun alvarlegri og gæti dregið fram efasemdir um fyrirfram hæfi til þess að verða dómari og dæma í ágreiningsmálum milli EES og íslenskra dómstóla.
Um mál sem koma upp milli íslenskra stjórnvalda og erlendra stofnana og ríkjasambanda á grundvelli samninga sem Ísland hefur gert eins og EES- samninginn.
Þau mál geta verið beint og óbeint hreint pólitísks eðlis eins og "bókun 35" 

DV bætir í fréttina með eigin tilvitnun:

"Lagaprófessor: Þeir sem tala gegn bókun 35 skilja ekki EES og tala gegn réttindum og hagsmunum Íslendinga"

Nú er það svo að þingmenn sem samþykktu lög um að ganga í EES 12. janúar 1993 vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera þegar svokallaðri "bókun 35" var hafnað. 

"Bókun 35" sem nú er gerð krafa um að innleiða í íslensk lög 30 árum seinna felur í sér forgangsrétt EES-regla þegar þær stangast á við íslenskar lagareglur.

EES reglan gengur þá framar íslensku lagareglunni.

Slík lagasetning stríðir gegn stjórnarskrá lýðveldisins og þess vegna var henni hafnað þegar EES samningurinn var samþykktur á Alþingi, reyndar með naumasta meirihluta.

Stjórnarskráin

EES samningurinn er samt af mörgum talinn ganga gegn stjórnarskránni frá upphafi. 

Sá viðauki sem nú er tekist á 30 árum seinna hefur ekkert með það að gera hvort hin ýmsu ákvæði og framgangur samningsins hafi verið til góðs eða ills. 

Það er Alþingi og þjóðin sem ber ábyrgð á að varðveita fullveldið samkvæmt stjórnarskrá. 

Að mínu mati er lítt sómi að því að dómarar, lagaprófessorar né aðrir tali niður til Alþingis eða þjóðkjörinna þingmanna og "heimti" af því tilteknar lagasetningar.

Að gangast við uppruna sínum

Áður en haninn galar tvisvar muntu afneita mér þrisvar segir í Markúsar guðspjalli um Pétur postula

Þorgeir Hávarsson beið ekki eftir því að "haninn galaði tvisvar" og eitt gal myndi ekki hreyfa við sjálfsöryggi hans að viðurkenna þjóðerni sitt þó svo það kostaði hann "tjörubað"


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband