Mánudagur, 9. september 2024
ESB í miklum vanda
ESB- sem ríkjasamband er að úrkynjast eins og Rómarveldi forðum.
Ný skýrsla ESB dregur upp dökka sjálfsmynd.
Mun nokkrum ábyrgum aðila detta í hug að kalla á Evru og leggja niður íslensku krónuna?
Við megum þakka fyrir hátt atvinnustig, hagvöxt og velmegun sem við þurfum að standa vörð um.
Almenningur á Íslandi má "prísa" sig sæla fyrir að tókst að stöðva ESB umsóknina á sínum tíma,
Með því tókst að forða Íslandi frá hinni þröngu heimsmynd ESB og efnahagslegu "kaosi" sem Evrópusambandið virðist standa frammi fyrir að eigin sögn:
Heimsmynd ESB að hrynja?
"Núverandi heimsmynd er á undanhaldi. Tímabil vaxtar í heimsviðskiptum virðist vera á enda, og evrópsk fyrirtæki horfa fram á vaxandi samkeppni og minni aðgang að erlendum mörkuðum. Evrópa hefur skyndilega misst aðgang að rússneskum orkulindum. Á sama tíma er minni stöðugleiki í heiminum og það sem við reiddum okkur á er orðið að veikleikum". Björn Malmquist
9. september 2024 kl. 13:14, uppfært kl. 13:31
AAEvrópa er að dragast hættulega aftur úr í efnahagslegri samkeppni við Bandaríkin og Kína, segir Mario Draghi, fyrrum stjórnandi Seðlabanka Evrópu. Hann kynnti í morgun nýja skýrslu um samkeppnishæfni Evrópu og leiðir til að auka framleiðni í álfunni.
Stöndum vörð og verjum okkar fullveldi
Vonandi fagna Samtök atvinnulífsins, Verkalýðshreyfingin og Alþingi því að við stöndum utan ESB og getum stýrt okkar efnahagsmálum sem best sjálf og með eigin gjaldmiðli.
Þó svo eðlilega standi um þau styrr á hverjum tíma og jafnvel mikil átök.
Við deilum um forgangsröðun enda má alltaf svo sannarlega gera betur.
Sumir hafa fengið að maka krókinn á kostnað annarra sem er þá okkar að taka hraustlega á hér heima.
Með fylgjandi er frétt úr hádegisfréttum í dag.
Evrópusambandið
Kallar eftir hundruð milljarða evra fjárfestingu í nýsköpun og atvinnulífi
"Evrópusambandið þarf að gera róttækar breytingar og auka framleiðni til að geta mætt samkeppni frá Bandaríkjunum og Kína. Þetta er megininntak nýrrar skýrslu um efnahagsmál í Evrópu sem kynnt var í Brussel í morgun."
Stöndum vörð um Fullveldið
Það væri mjög sérstakt og nokkur veruleikafirring ef Alþingi, stjórnvöld og forystulið atvinnulífsins- atvinnurekendur og launþegasamtök færu að hrópa á evru og nánari tengsl við ESB/ EES og fullveldisframsal í staða þess að takast á við verkefnin hér innanalands á eigin forsendum okkar Íslendinga sem fullvalda ríkis og sjálfstæðar þjóðar
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.