Fyrirmyndir gæti að orðum sínum

Það skiptir máli hvaða orð og lýsingar frægt fólk og fyrirmyndir barna og unglinga láta um munn sér fara.

Orð eru lika fljót að meiða bæði fyrir þá sem verða fyrir þeim og einnig hina sem hlusta á.

Falleg orð og hlý  lífga og hvetja.

"Það sem höfðingjarnir hafast að hinir meina sér leyfist það".

 Sérstaklega finnst mér þetta orðið  áberandi í heimi íþróttanna og einkum hópíþrótta. 

Þjálfara og frægir leikmenn . 

Leikarar í sjónvarpsupptökum og leikritum þurfa að huga vel að orðbragði sínu.

Svo kallaðir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum  þurfa einnig að huga vel að orðbragði sínu og siðferðislegri nálgun umræðunnar,

Flest öll sem ég heyri til gera það og fara vel með.

Brá nokkuð að sjá orðbragð góðs og efnilegs fótboltamanns  sem fannst hann þurfa að klikkja út með samlíkingu sem mér fannst ekki hæfa honum.

Né heldur fréttamannsins að gera það að aðalmáli.

Er kunnugt um tilfelli í skóla þar sem ungur drengur var kallaður fyrir skólastjóra vegna þess að hafa látið sér þetta orð um munn fara reyndar á ensku. 

Sem er alveg rétt að benda fólki á að mínu mati

Kannski er orðanotkun í samskiptum og á opinberum vettvangi og meðal fólks með öðrum hætti en ég ólst upp við.

Ég fylgdi um daginn litlum dreng á boltaæfingu  og mér brá orðbragðið  sem í gangi var milli barnanna sem þarna ægði saman í einni kös.

Eða kannski eru þetta bara nýyrði sem hafa tekið við af öðrum

Hvað um það sem fyrirsögn í blaði fannst mér það ekki passa.

 

"Til hamingju eða fokkaðu þér"

 


mbl.is Veit ekki hvort þeir óska mér til hamingju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband