Hundurinn segir "Ekki ÉG"

Hver ber ábyrgð á verðbólgunni?

Hundurinn segir : "Ekki ÉG", Kötturinn segir: "Ekki Ég".  Svínið segir: "Ekki Ég" 

Hrópendurnir með samviskubitið og opna hvoftinn segir : "Seðlabankinn ber ábyrgð á verðbólgunni" !.

Já ef það væri nú svona auðvelt.

Þá er bara að leggja Seðlabankann niður eða hvað?

  Seðlabankinn starfar jú samkvæmt lögum frá Alþingi sem þjóðin kaus og setti bankanum skilyrðin og stýritækin.

Að sjálfssögðu ber Seðlabankinn sína miklu ábyrgð samkv. lögunum  

Sagan um Litlu Gulu Hænuna

Sagan um Litlu gulu hænuna speglast vel í upphrópunum og viðbrögðum hinna ýmsu stéttarfélaga, launþegasamtaka- félögum í Samtökum atvinnurekenda  - "stórgrossera" - fasteignafélaga - ferðþjónustu fyrirtækja- banka  og tryggingafélaga- orkufyrirtækja - olíusala- Tenefara - væntingastjóra bankanna -   -já bara nefndu það:

"Ekki benda á mig":

"Ég skal hinsvegar borða brauðið þegar búið er að  sá fræinu , þreskja kornið, mala og baka"

Sögðu þau hundurinn, kötturinn og svínið í Litlu gulu hænunni. 

Þak yfir höfuðið og húsaskjól - grunnþörf mannsins

Ég minnist genginna verkalýðsforingja og jafnvel bankastjóra sem settu húsnæðismál venjulegs fólks  í öndvegi og byggðu Verkamannbústaðina í Reykjavík. 

Einstaklingar gátu jafn vel einir sér eða tekið sig saman, fengið lóðir og byggt sér eigin íbúðarhús.

Sjálfseignarstefnan  var grunnur að öryggi. Oft kostaði það svita og tár

Þeir bentu ekki bara  á aðra. 

 Þessar gömlu kempur alþýðunnar myndu hrista hausinn og jafnvel snúa sér við í gröfinni yfir úrræðaleysinu- nöldrinu  markaðsvæðingunni - skortsvæðingunni- sem nú líðst í húsnæðismálum - Braskið - árum saman.

Með alla Verkalýðshreyfinguna og Lífeyrissjóðina í hendi sér og í skjóli þeirra, sveitarfélaganna og ríkisvaldsins.

Byggingahæfar lóðir skortir og hefur gert í mörg ár.

Úthlutaðar lóðir er hafðar svo dýrar og eiga að vera ein aðaltekjulind sveitarfélaga. - Sýndaruppboð og  lóðabraskarar  maka krókinn - Á nauðþurftum fólks:

"Ekki benda á mig segja sveitarfélögin eða lóðabraskarar"!

Húsaleiga -    Þrátt fyrir að stór fasteignafélög séu aðilar að Samtökum atvinnulífsins og kjarasamningum, en safni arði og eignum kunna þau að halda nauðþurftum fólks í heljargreipum -

Þak yfir höfuðið er eitt af grunnþörfum fólks, en ekki gefin tekjuleið fjármála fyrirtækja, "gróssera"  húsnæðis- og lóðabraskara - 

"Ekki benda á mig" 

Bílakaup  -Ég sjalfur  varð að kaupa mér bíl- sjálfskipting í gamla bílnum hrundi-  og notaði bíllinn sem ég keypti var 500 þús. krónum dýrari en ég ætlaði að verja í bílakaup. - 

"Ekki benda mig".

 Tenefarar sem voru leiðir á íslensku rigningunni tóku yfirdráttarlán og fóru til sólarlanda.

-  "Ekki benda á mig",

Ferðaþjónustfyrirtæki sem ekki geta fylgt öryggisreglum á þjóðvegum eða til fjalla og jökla í græðgi sinni - þar sem skál af kjötsúpu kostar 4500 krónur - 

"Ekki benda á mig"

Sveitarfélög og  þjónustufyrirtæki þeirra:  í stað lofaaorða um að lækka gjöldin á þegnum sínum eru þau stórhækkuð.

 Hafa bankarnir lækkað þjónustugjöld sín sem hluta af átakinu gegn verðbólgu? - ekki orðið var við það.

 -Ekki benda á mig-  

Er ferðaþjónustan að verðleggja sig út af markaðnum  - er græðgin að bera okkur ofurliði?.

Nei ekki benda á mig.

 Sjaldan eða aldrei hafa verið eins miklar byggingaframkvæmdir í landinu - bankar stóraukið  lán til byggingaframkvæmda. 

Bara ekki íbúðarhúsnæðis. 

Fyrir hvern og hver borgar  þessar nýju byggingar og stórframkvæmdir sem hleypa upp verðbólguvæntingum? 

"Ekki benda á mig"!

 Gjöld foreldra vegna íþrótta og félagslif barna þeirra hafa stór hækkað.  Var það í kjarasamningum í vor

Ríkissjóður hefur  stór hækkað álögur á olíur og bensin og allan  ferðakostnað íbúanna innanlands sem eykur verðbólguna þvert á væntingar.

  Innan um upphrópanir má finna skynsemispúnkta:

 "Fram kem­ur í álykt­unni að ófremd­ar­ástand ríki í hús­næðismál­um og mikl­ar hækk­an­ir á verði þjón­ustu og mat­væla séu mik­il­væg­ustu or­sak­ir nú­ver­andi verðbólgu."  (Efling)"

Finnst hafa heyrt þetta sama mörg undanfarin ár 

"Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands leggja auk þess áherslu á mikilvægi þess að sveitarfélög tryggi nægt framboð af fjölbreyttum og hagkvæmum lóðum, svo tryggt verði að framboð á húsnæðismarkaði sé í takt við eftirspurn. Jafnvægi á húsnæðismarkaði er forsenda efnahagslegs stöðugleika"  

Með hendur í vösum heyrist hrópað : "Tökum upp Evru á morgun og þá koma öll íbúðarhúsin af sjálfu sér um leið".

Drottinn minn dýri! Hvílík veruleikafirring.

Grípið frekar til hamarsins, naglans  og spýtunnar og byggið íbúðarhús með fólkinu

Þau sem borga brúsa verðbólgunnar:

Eru stórhluti eldra fátæks fólks, börn og  barnafjölskyldur að koma sér upp húsnæði, greiða námslán,  senda börn í frístund og félagsstörf.

 Örorkuþegar, sjúklingar og einstæð foreldri, fátækt og  eignalaust fólk.  

 Verðbólgu - væntinga genið 

Fjármálaráðherra "sagði alla sammála um það að til lengri tíma gangi þetta vaxtastig og verðbólga ekki en væntingar haldi verðbólgunni uppi.

„Þessar væntingar sem að búa með þjóðinni, og eru hluti af einhvern veginn DNA-vanda okkar, komandi úr gamalli hárri, miklu hærri verðbólgu.

Við einhvern veginn sættum okkur við hærri verðbólgu eða hærra verðbólgustig, eða sækjumst jafnvel eftir því, heldur en margar aðrar þjóðir.“

Á meðan svo væri geti aðilar á markaði verðlagt vörur og þjónustu hátt og almenningur kaupi. „Þannig viðheldur væntingavísitalan sér og þannig höldum við verðbólgunni uppi.“ 

Ekki benda á mig

Allir á dekk - snúum bökum saman og reiðum upp hamarinn og naglann og skófluna, kveðum niður verðbólguna og treystum jöfnuð og velferð landsmanna

 Auðlindir þjóðarinnar- fólk- menning- náttúra- saga- landið og miðin  eru fræ "Liltu gulu hænunnar".

 Hundurinn- kötturinn - svínið rýtir hátt þessa dagana:

"Við viljum bara borða brauðið".

Ábyrgðin er allra

en sumra miklu meiri en annarra og þar "liggur hundurinn grafinn"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband