Fimmtudagur, 25. júlí 2024
Þegar gerðir eru samningar milli Samtaka Atvinnulífsins og Launþegahreyfinganna er gert ráð fyrir að báðir aðilar séu bundnir af samningum gagnvart umbjóðendum sínum.
Samtök atvinnulífsins bera ábyrgð á sínum umbjóðendum að samningar séu virtir
Samtök atvinnulífsins skrifa upp á að fyrirtæki og samtök sem eiga aðild að samtökunum og hafa falið þeim samningsumboð sitt hækki ekki vörur og þjónustu sína umfram ákveðin mörk á samningstímanum.
Sama er svo aftur launþega megin, kaup og launatengd starfskjör séu innan ákveðinna marka á samningstímanum
Verðbólga og verðhækkanir síðustu mánaða sýna því miður að Samtök atvinnulífsins ráða ekkert við eigin aðildarfélaga sem hleypa hækkunum beint út í verðlag þvert á gerða samninga.
Hækkanir vöru og þjónustu órökstuddar og óábyrgar
Hagfræðingur ASI orðar þetta rétt.
"Verðhækkanir á dagvöru og matvöru eru áhyggjuefni, þar sem ástæður þeirra hækkana eru alls óljósar.
Því virðist sem verslanir, fyrirtæki eða birgjar fleyti kostnaðarhækkunum beint út í verðlag, sem þrýsti þannig upp álagningu sem er mikið áhyggjuefni,
Nokkur dæmi úr fréttum síðustu daga:
Ódýrasti Hlöllabáturinn kostar nú 2500 krónur og dekk í Costco hækkuðu um rúm tuttugu prósent á fjórum vikum."
Ætli að kaup starfsfólks hafi hækkað sem þessu nemur?
Kjötsúpa á 4500 krónur
Gestur Valgarðsson vélaverkfræðingur fylgist vel með verðlagi og leggur reglulega sitt til málanna þegar honum finnst tilefni til. Honum blöskrar verðið á Hlöllabátum. Þar kostar stór bátur nú að lágmarki 2495 krónur.
Frétt frá vetur:
"IKEA lækkar í dag verð á sex þúsund vörum og boðar á sama tíma að engar vörur verði hækkaðar í verði til ársloka 2024. Um er að ræða tæplega 6% lækkun að meðaltali.
Í tilkynningu frá IKEA segir að nýlegir samningar við birgja þeirra um lægra verð geri þeim kleift að lækka verðið. Á sama tíma tökum við ákvörðun um að festa verð til ársloka og gilda þessar breytingar nú frá 1. febrúar, segir Stefán Dagsson, framkvæmdastjóri IKEA.
Hann segir að aðstæður hafi skapast í rekstri IKEA til að lækka verð aftur eftir umtalsverðar áskoranir síðustu ára. Erfiðleikar í aðfangakeðjunni hafa jafnað sig að mestu leyti, hráefnisverð hefur farið lækkandi og tekist hefur að hagræða í framleiðslu. Það er virkilega ánægjulegt að hafa svigrúm til að leggja okkar af mörkum í baráttunni við verðbólguna.
Með þessu viljum við leggja okkar lóð á vogarskálarnar við að greiða fyrir því að SA og verkalýðshreyfingin klári skynsamlega samninga sem allra fyrst.
Fleiri opinberir og einkaaðilar lofuðu verðstöðvun
"Fleiri fyrirtæki hafa brugðist við kallinu en fyrr í janúar tilkynnti meðal annars Byko að verðlistar myndu ekki hækka næstu sex mánuði hið minsta. Í tilkynningu Byko sagði að BYKO lítur á það sem sitt hlutverk að axla ábyrgð í baráttunni gegn verðbólgu, í ljósi stærðar sinnar og áhrifa í byggingariðnaði.
Skyldi þetta hafa staðist?
Hvað með leigufélögin, eru þau ekki aðilar að S.A.
viðskipti
Hagnaður Landsbankans eykst milli ára
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2024 nam 16,1 milljarði króna eftir skatta.
Hagnaður Landsbankans á öðrum ársfjórðungi nam 9 milljörðum eftir skatta, samanborið við 6,7 milljarða á sama tímabili árið 2023.
Arðsemi eiginfjár var 11,7% á öðrum ársfjórðungi samanborið við 9,5% á sama tímabili í fyrra. Hreinar vaxtatekjur jukust einnig milli ára en hagnaður af þjónustutekjum dróst eilítið saman."
Gat ekki Landsbankinn lækkað vesti á útlánum sínum á eigin forsendum eða lækkað þjónustugjöld frekar en hækka arðsemi eigin fjár um 3 milljarða og hagnað á fyrstu mánuðum ársins um 3 milljarða.?
Aukning út-og innlána
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu sex mánuði ársins er sterkt og öll fjárhagsleg markmið sem bankinn hafði sett sér náðust. Arðsemi er í samræmi við markmið og kostnaðarhlutfallið er með því lægsta sem gerist. Vaxtatekjur eru sterkar en vel hefur tekist til við ávöxtun á lausafé bankans, segir Lilja um ársfjórðungsuppgjörið.
Útlán jukust um 7% frá áramótum, eða um 107,7 milljarða.
Útlán til einstaklinga jukust um 23,5 milljarða. Útlán til fyrirtækja jukust um 84,2 milljarða.
Innlán jukust um 9,5% frá áramótum, eða um tæpa 100 milljarða. Innstæður á sparireikningum í appi jukust um 48%.
Lausafjárhlutfall bankans var 177% í lok annars ársfjórðungs samanborið við 165% í lok sama tímabils í fyrra.
Hin slitna plata "hrópandanna"
Það er býsna slitin plata og eykur ekki trúverðugleika að kenna stöðugt öðrum um í stað þess að líta í eigin barm.
Launþegasamtök, Neytendasamtök og forysta S.A. eiga að krefjast þess að aðilar innan Samtaka Atvinnulífsins sem og opinberir aðilar standi við gerða samninga og haldi órökstuddum verðhækkunum vöru og þjónustu í skefjum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.