Hvar er Sjávarútvegsstefna Vg ?

Þrír síðustu sjávarútvegsráðherrar Vg hafa nú í röð  beitt sér fyrir kvótasetningu á grásleppu. Kvótakerfi sem meginþorri landsmanna er andvígur

Fyrir mig sem gömlum sjávrútvegsráðherra Vg og einum af höfundum sjávarútvegstefnu flokksins í upphafi er hörmulegt að sjá ráðherra flokksins standa nú að lagafrumvarpi sem gengur þvert gegn grunnstefnu flokksins og hagsmunum hinna dreifðu byggða.

Fyrir alþingi liggur nú frumvarp frá sjávarútvegsráðherrum Vg að kvótasetja grásleppuveiðar í landinu og er frumvarpið komið til 2. umræðu

Með því er verið að þjappa veiðiréttinum á  grásleppu á færri hendur, gera nýliðun nánast ómögulega og setja grásleppuveiðar í hið svo kallaða "kvótakerfi" sem búið er að leggja á f176313806_2884247478489987_2971028664557869597_n (1)lest allar aðrar fisktegundir og engin sátt er um.

Stórskaðlegt fyrir byggðarlögin

 Málið er afar umdeilt eins og reyndar allt kvótakerfið í sjávarútvegi.

Í minni tíð sem sjávarútvegsráðherra var stefnan að vinda ofan af "kvótkerfinu" og koma í veg fyrir "séreignir" samþjöppun aflaheimilda á fárra manna hendur, með tilheyrandi braski og auðsöfnun.  

 Nokkur árangur vannst eins og strandveiðikerfið og ofl.

Það er hryggilegt til þess að vita að þegar minn gamli flokkur Vg og ráðherrar  fara aftur með sjávarútvegsmálin sé herðing á kvótakerfinu og framsal á auðlindum  forgangsmál. 

Gengur þvert á byggðastefnu og almannarétt 

Hér fyrir neðan má finna umsögn stjórnar SSNV:

"Stjórn SSNV hvetur meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis til að falla frá frumvarpi um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).

Meginmarkmið laga um fiskveiðistjórnun og nýtingu nytjastofna er að stuðla að sjálfbærri og hagkvæmri nýtingu fiskistofna sem leiði til traustrar atvinnu og byggðar Í landinu.

Kvótasetning á grásleppu mun frá fyrsta degi leiða til gríðarlegrar samþjöppunar á aflaheimildum og takmarka mjög til frambúðar nýliðun innan smábátaútgerðar.

Sérstaða grásleppu umfram aðra nytjastofna er hversu staðbundin nýtingin er og hversu afgerandi áhrif hennar er á viðgang einstakra byggðarlaga.

Alþingi hefur sett fram markmið m.a. í Byggðaáætlun um jákvæða byggðaþróun um land allt og því er mikilvægt að koma í veg fyrir að breytingar á lögum um stjórn fiskveiða vinni beinlínis gegn settum markmiðum í byggðamálum."

F. h. stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 

 Krókur á Patreksfirði leggst hart gegn gjafafrumvarpinu

Patreksfjörður 13.2.2024

Sendandi: Strandveiðifélagið Krókur -félag smábátaeigenda Í Barðastrandarsýslu Umsögn um: 521. mál, lagafrumvarp 154. löggjafarþing 2023-2024. Veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu)

"Strandveiðifélagið Krókur hefur í öllu ferli þessa máls hafnað öllum hugmyndum um kvótasetningu grásleppu og vísum við til fyrri umsagna okkar.

Er ekki eitthvað meira aðkallandi og þarfara við tíma þingmanna að gera en fara af stað með umdeilt frumvarp sem eingöngu er ætlað að raka enn frekar að köku fárra inn í mjög svo umdeilt kvótakerfi" ?

"Græn framtíð" ?

Á sínum tíma var samin sjávarútvegsstefna fyrir Vg " Hafið bláa" . Vg vann sinn stærsta kosningasigur með þeirri stefnu 2009.

Þeirri stefnu fylgdi ég sem sjávarútvegráðherra. Strandveiðarnar voru ávöxtur þeirrar stefnu m.a.

Nú er það "gjafmildi" um ótímabundið laxeldi í fjörðum landsins og herðing á hrömmum kvótakerfisins með gjafakvóta á grásleppu.

Mér sárnar. Lái mér hver sem vill.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband