Laugardagur, 1. júní 2024
Forsetakosning og sjómannadagshelgi
Lýðveldistofnun 17 júní 1944 var sigur áratuga og alda baráttu þjóðarinnar fyrir endurheimt sjálfstæðis.
Fullveldisbaráttunni var fylgd eftir.
Næst voru það fiskimiðin í kringum Ísland
Slagurinn um auðlindirnar.
Með samstöðu unnum við fullnaðarsigur í landhelgisbaráttunni Fiskveiðilögsagan var færð út í 200 mílur
Áfram verður sótt að auðlindum landsins
Slagurinn um orkuna okkar harðnar, náttúruna - vatnsföllin- landið - lífríkið - tunguna- menninguna.
Við verðum að vinna og það gerum við hugsjónum, samstöðu og baráttu
"Föðurland vort hálft er hafið"
Það eru ekki aðeins kosningar heldur er sjómannadags helgin einnig framundan
Mér verður hugsað með þökk til sjómannanna, fiskverkafólksins, menningarinnar sem við sjósókn er bundin.
Um leið og ég óska sjómönnum og landsmönnum öllum gleðilegrar sjómannahátíðar
er mér ofarlega í huga undirskriftin um fyrsta strandveiðileyfið í júní 2009.
Sú barátta var sigur
Gleðilega kosninga og sjómannadags helgi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.