Laugardagur, 25. maí 2024
Halla Hrund - fyrir framtíðina
Halla Hrund Logadóttir geislar af einlægni, hlýju og hugrekki sem prýðir góðan forseta.
Umhyggja og virðing fyrir náttúrunni og gæðum hennar, auðlindum, sögu og menningu þjóðarinnar hljómar sterkt í máli Höllu Hrundar.
Það er einmitt á þessum dýru gildum sem við byggjum farsæla framtíð komandi kynslóða.
Fullveldi þjóðarinnar, forræði á eigin auðlindum, íslensk tunga sem gerir okkur að einni þjóð.
Ég ber virðingu fyrir öðrum forsetaframbjóðendum.
En væntingar mínar, vonir og sýn fyrir forseta Íslands speglast skýrt í orðum og hlýrri framkomu Höllu Hrundar.
Halla Hrund er fjölmenntuð heimsborgari og getur líka tekið á móti lömbum að vori eða brugðið sér á hestbak og sungið:
"Ég berst á fáki fráum,
fram um veg" ..
Halla Hrund er laus við að vera hluti af pólitísku valdatafli og hagsmunabaráttu innlendra sem erlendra stórfyrirtækja.
Halla Hrund er svo sannarlega ein af okkur öllum hvar sem við stöndum.
Ég styð Höllu Hrund Logadóttur sem næsta forseta Íslands
Halla Hrund til framtíðar !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.