Föstudagur, 22. mars 2024
Var Bankasýslan ekki dauð ?
Var ekki búið að leggja Bankasýsluna niður?
Flestir hafa ábyggilega haldið að Bankasýslan væri dauð.
Svo hart var að orði kveðið eftir klúðrið með sölu á hlutunum í Íslandsbanka að búið væri að leggja Bankasýsluna niður.
Greinilegt er í máli Landsbankans um kaup á TM að Bankasýslumenn hafi haldið það sjálfir að búið væri að leggja þá niður.
Þótt þeir væru sjálfssagt á biðlaunum
Landsbankinn hefur haldið að Bankasýslan væri dauð?
Er að furða að Landsbankinn hafi verið einnig í þeirri trú að Bankasýslan væri ekki lengur til
Enda var Bankasýslan alveg ótrúlega brengluð "armslengd" og krumpuð í sterkum höndum handboltakappans í fjármálaráðuneytinu.
Óþarfa milliliður
Bankasýslan er alveg óþarfur "þvottaklútur" fyrir stjórnsýsluna.
Landsbankinn heyrir beint undir ráðherrann og ríkisstjórnina og síðan Alþingi.
Eðlilegast er að fjármálaráðherra skipi bankaráð Landsbankans milliliðalaust samkvæmt tilnefningum eignaraðila sem er Alþingi og fólkið í landinu.
Nýr fjármálaráðherra
Auðvitað tekur nýr fjármálaráðherra málin beint og feimnislaust í sínar hendur með stjórnendum Landsbankans ásamt ríkisstjórn og alþingi.
Eg er ekki sammála ráðherranum í einkvæðingartalinu
Hinsvegar er það ljóst að það stendur hvort eð er ekki til að selja Landsbankann.
Allt tal um slíkt eru útursnúningar og út í bláinn til þess að dreifa umræðunni.
Landsbankinn hefur verið vel rekinn og skilar góðum arði og ein besta trygging fyrir ríkissjóð og almenning í landinu.
Ef það þykir hagkvæmt að kaupa Tryggingafélag er það mál bankastjóra, bankastjórnar og eigenda bankansm, ráðherra, ríkisstjórnar og alþingis.
Brandaranum í kringum Bankasýsluna og " armslengd" ráðherra er lokið.
Þessi brandari með hlutverk Bankasýslunnar er varla tækur til að vera endurtekinn frá ráðherraleiknum í kringum söluna á Íslandsbanka.
Þeim "handboltaleik" og draugagangi er lokið.
Þjóðaratkvæðagreiðsla ef selja á hluti þjóðarinnar í Landsbankanum
Ef á að selja hluti í Landsbankanum er það aftur á móti það stórt mál að einn tímabundinn ráðherra eða ríkisstjórn tekur ekki slíka ákvörðun.
Þá er um gjörbyltingu að ræða sem hlýtur að koma til kasta þjóðarinnar með beinni þjóðaratkvæðgreiðslu
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.