" Skaðabótatilskipun ESB"

Alþingi getur sjálft sett eigin lög og reglur um "Skaðabótarétt" ef þess er þörf.

Algjör óþarfi að bíða eftir sérstökum "gullhúðuðum" reglum eða  innleiðingu nýrra  EES/ESB reglna. 

Í þessu tilviki " Skaðabóta tilskipun ESB" frá 2014 sem er ætlað að auðvelda ein­stak­ling­um og fyr­ir­tækj­um að sækja bæt­ur vegna sam­keppn­islaga­brota.

 Malið var tekið upp á alþingi í dag.

Var þar gagnrýnt að Ísland hefði ekki tekið upp og innleitt þessa tilskipun ESB. 

Bent var á að skorti skýrari lagaheimildir til þess að einstaklingar og fyrirtæki gætu sótt skaðabætur við brot á samkeppnislögum.  Meint samráð Eimskip og Samskip  var nefnt í því sambandi 

Hefur ekki verið tekið inn í EES samninginn

Forsætisráðherra upplýsti að til­skip­un­in hefði ekki verið tek­in upp í EES samn­ing­inn og því hefði ekki hvílt skuld­bind­ing af hálfu ís­lenskra stjórn­valda að inn­leiða þá til­skip­un.

Alþingi getur sett sín eigin lög og þarf ekki að bíða eftir tilskipun ESB/EES

Þessi minnimáttar kennd og afsökunarárátta  - Að þurfi EES/ ESB  reglur til, ef gera þarf bragarbót á íslenskum lögum. Þessi afstaða  sýnir vantrú á eigin löggjafarsamkomu.

Ef þörf er á skýrari lagasetningu til verndar íslenskum neytendum getur Alþingi Íslendinga sjálft gripið þegar í stað inn og sett lög á eigin forsendum og tryggt rétttinn og samræmt við önnur lönd  eins og þarf. 

Ber hver þingmaður og ráðherra ábyrgð sína í þeim efnum 

 Alþingi þarf ekki að biða eftir ESB/EES tilskipunum til þess að gleypa frá Brüssel. 

 

 

 


mbl.is Kristrún vill innleiða skaðabótatilskipun ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband