Fimmtudagur, 4. janúar 2024
Orku skorts "terrorisminn" heldur áfram
HS-Veitur sem rekur hitaveitu Vestmannaeyinga ryðst fram með skyndilegri stórhækkun hitakostnaðar um nærri 20 % og beina "orkugrátinum" að landsmönnum í gegnum íbúa Vestmannaeyja.
Var það ekki svo að orkan er sameign landsmanna og forgangsröðun orkunotenda og verðlagning er samfélagsmál en ekki fjárkúgunar mál?. Það er eitthvað meiriháttar að í regluverkinu ef þetta líðst.
Þjóðnýting orkufyrirtækja
Ef ég man rétt þurfti Kaliforníu ríki að þjóðnýta alla orkuframleiðslu landsins og dreifingu á sinum tíma til þess að geta stýrt og forgangsraðað í þágu heimila.
Einkavæðing og brask með eignarhald á Hitaveitu Suðurnesja á sínum tíma var glapræði að mínu mati.
Fyrirtækinu var síðan skipt upp í HS- Orku og HS- Veitur og eignarhald þeirra og starfsemi aðskilið.
HS- Veitur reka nú m.a. hitaveituna í Vestmannaeyjum.
Meðfylgjandi frétt er tekin af Visir.is
"Átján prósenta verðhækkun ólíðandi að mati bæjarstjóra"
Íris Róbertsdóttir hefur áhyggjur af verðhækkunum í Vestmannaeyjum.VÍSIR/EGILLHS veitur segja að skortur á raforku í landinu hafi leitt til 18 prósenta verðhækkunar á heitu vatni í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri segir ekkert í hendi um að ríkið komi til móts við Eyjamenn.
Greint var frá því á heimasíðu HS Veitna þann 29. desember verðskrá hitaveitu í Eyjum myndi hækka um átján prósent. Ástæðan var sögð hækkun orkukostnaðar vegna raforkuskorts í landinu. Því þurfi að hækka verðið á heitu vatni til að mæta þeirri kostnaðarhækkun.
Orkukaup nema um 90 prósentum af framleiðslukostnaði hitaveitunnar í Eyjum. Hún sker sig úr hvað varðar önnur þjónustusvæði HS Veitna að heitt vatn er framleittí Vestmannaeyjum með rafmagni. Olía er notuð þegar raforka er skert.
Búast má við að stjórnvöld muni hækka niðurgreiðslur til íbúa í Vestmannaeyjum um sömu prósentutölu, sagði á heimasíðu HS veitna. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Eyjum er full efasemda.
Nýbúið að hækka verð
Þetta eru kaldar kveðjur, segir Íris í færslu um verðhækkunina á Facebook.
Eyjamenn minnast þess að gjaldskrá HS veitna hækkaði um 7,39 prósent þann 1. september síðastliðinn. Fjórir mánuðir liðu á milli hækkana. Þá kom einnig fram að orkusparandi breyting á kyndistöðinni myndi skila vatni allt að fjórum gráðum kaldara en nú er. Sem kallar á kaup á heitu vatni í meira mæli.
Tilkynnt var um breytingarnar föstudaginn 29. desember og tók verðhækkunin gildi á mánudaginn, 1. janúar.
Það er ólíðandi að þessum hækkunum sé skellt á með þessm hætti á sama tíma og erið er að biðla til fyrirtækja, ríkis og sveitarfélaga að gæta hófs í gjaldskrárhækkunum, segir Iris Róbertsdóttir lbr. jb
"Óvíst sé um niðurgreiðslu frá ríkinu."
Það er eitthvað meiriháttar að í lagumgjörð raforkuþjónustunnar ef svo hrikalega grófur sjálftökuréttur viðgengst á grunn almannaþjónustu sem rafmagn og hiti er
(P.S Í fyrri útgáfu færslunnar var sagt að HS- orka ræki hitaveitu Vestmanneyja en hið rétta er að það er HS-Veitur. Hitaveitu Suðurnesja var skipt upp í tvö fyrirtæki með aðskilda starfsemi . Annar er orkuframleiðandi og hinn dreifingaraðili. Hefur textinn verið leiðréttur).
...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.1.2024 kl. 20:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.