"Rangar sprengjur" drepa þúsundir barna í Palestínu

Mannvonskan virðist ekki eiga sér nein takmörk. Manndráp - Dráp á tugþúsundum barna Palestínu í boði hergagnaframleiðanda Bandaríkjanna og "vinaþjóða Íslands".

Hvenær ætla íslensk stjórnvöld á eigin forsendum að ítreka fordæmingu  á þessi morð og beita allri orku sinni í að stöðva grimmdarverkin  í stað þess að "dinglast með" og tala um að gæta verði "meðalhófs" í manndrápum.

Þetta snýst ekki um  að Ísland fylgi "öðrum vinveittum" ríkjum sem láta þessi morð viðgangast og yppta bara öxlum og segja:   " þetta voru því miður röng vopn sem við notuðum við manndrápin"

Þetta snýst líka um siðferðis vitund íslensku þjóðarinnar og ábyrgð á alþjóðavettvangi 

"Segja rangar sprengjur hafa leitt til mikils mann­falls"

Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2023 16:32
Stór hluti Gasastrandarinnar er í rúst og fjölmargir halda til í tjöldum. Stór hluti Gasastrandarinnar er í rúst og fjölmargir halda til í tjöldum.AP/FATIMA SHBAIR

Yfirmaður í ísraelska hernum segir að notkun rangrar tegundar skotfæra í mannskæðum loftárásum á Gasaströndinni á aðfangadag hafi leitt til umfangsmikils mannfalls, sem hægt hefði verið að komast hjá. Umræddar árásir voru gerðar í Maghazi-flóttamannabúðunum en að minnsta kosti 86 eru sagðir hafa fallið í þeim.

Tvær herþotur voru notaðar til að gera árás á stað sem á að hafa hýst Hamas-liða en nærliggjandi byggingar urðu fyrir verulegum skemmdum.

Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir, segir að 86 manns hafi fallið í árásunum og er talið líklegt að sú tala muni hækka frekar. Heilbrigðisráðuneytið segir að loftárásirnar hafi hæft þrjú íbúðarhúsnæði seint á aðfangadagskvöld, meðal annars fjölmenna íbúðablokk sem hafi gjöreyðilagst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband