Já, Það er nú svo

Persónulegar árásir á Katrínu Jakopsdóttur forsætisráðherra held ég að eigi sér fá dæmi önnur í fjölmiðlum og athugasemdum á samfélagsmiðlum á síðari árum.

Hún hefur oft ekki verið öfundsverð í að verja " ýmis glapastig" samráðherranna sem reynt hafa á þjóðina og réttlætiskennd.

Svo sannarlega þurfa ekki allir að vera alltaf  sammála hennar gjörðum og athöfnum og það er ég ekki 

 En þá er tekist á á málefnalegum grunni en ekki vaðið með offorsi í persónuna sem slíka.

Nú þegar rætt er um atvikið þegar skvett var "rauðu glimmeri" yfir utanríkisráðherra, Bjarna Bendediktsson á  fundi um mannréttindamál og honum vorkennt er rétt að hafa í huga að þetta var ætlað Katrínu Jakopsdóttur að því er hermt er . 

Af óviðráðanlegum öðrum ástæðum sem forsætisráðherra varð hún að aflýsa ávarpi á ráðstefnunni- 75  ára afmæli  Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna-  og utanríkisráðherra hljóp óvænt í skarðið ef má segja svo.

Þannig upplifi ég umræðuna.

Ekki það hvort þeirra hafi átt "rauða glimmerið" frekar skilið,  atvik sem ég er ekki að mæla bót á nokkurn hátt. 

  Nú er ég almennt ekki að vorkenna forystumönnum í stjórnmálum harðdræga umræðu og jafnvel persónulega.

Þá hlið stjórnmála þekki ég afar vel úr mínu starfi í pólitík.

Ég sýni samt Bjarna Benediktssyni vissa  hluttekningu,  en minni á að "rauða glimmerið" var ætlað Katrínu Jakopsdóttur sem Bjarni varð "óvart" fyrir og hann kvartar undan.

Katrín Jakopsdóttir á líka börn.

Ætli að hefði orðið eins mikið fjölmiðlafár ef það hefði verið Katrín sem fengi yfir sig  "rauða glimmerið". 

Ætli að Ríkislögreglustjóra embættið hefði rokið svo upp til handa og fóta ef svo hefði verið. 

Persónulegar árásir á Katrínu Jakopsdóttur hafa fyrir löngu keyrt úr hófi fram að mínu mati og gæti minnt á að eitthvað annað lægi þar undir.

 Hins vegar er rétt, að mínu mati þá verða stjórnmálamenn sem aðrir að geta horfst í augu við börnin sín um skoðanir sínar, orð og gjörðir.

Palestínumenn og Israelar eiga líka börn


mbl.is „Pabbi, var einhverju rauðu kastað á þig í gær“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband