Íslenska - Þjóðtunga Íslendinga

Forsætisráðherra Katrín Jakopsdóttir ræddi framkomna greinargerð um tillögur að breytingum á stjórnarskrá sem kynntar voru í dag.

Eitt stærsta mál væri nauðsyn þess að festa í stjórnarskrá að íslenska skuli vera þjóðtunga Íslendinga og hið opinbera tungumál á Íslandi. Katrín Jakobsdóttir tekur afstöðu til endanlegra tillagna þegar umræðan hefur farið fram.

Okkur beri skylda til að varðveita íslenskuna  

Forsetinn Guðni Th. Jóhannesson lagði einnig áherslu á íslensku sem þjóðtungu í setningarávarpi sínu til Alþingis.

Vissulega er það nýr og beittur veruleiki að æðstu kjörnir embættismenn þjóðarinnar, forseti og forsætisráðherra skuli telja það eitt brýnasta mál, þjóðtungan  sem þarf að treysta með þjóðinni í dag.

Hverjum hefði dottið það í hug við Lýðveldistökuna 17.júní 1944 að 50 árum seinna væru raunverulega óttast um tungumálið sem gerir okkur jú að þjóð.

Í frétt mbl. er vitnað í orð forseta og forsætisráðherra:

Íslensk tunga hið op­in­bera mál þjóðarinnar

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, sagði í þing­setn­ing­ar­ræðu sinni á þriðju­dag að í stjórn­ar­skrá mætti vera kveðið á um að ís­lenska væri þjóðtunga Íslend­inga og op­in­bert mál hér á landi.

Aðspurð seg­ist Katrín hafa lagt það til í síðasta frum­varpi en þá hafi hún fengið gagn­rýni á að í því fæl­ist aðgrein­ing.

„En það breyt­ir því ekki að mínu viti, að okk­ur ber mik­il skylda til að varðveita ís­lenska tungu.

Ekki bara gagn­vart okk­ur sjálf­um, held­ur líka gagn­vart heim­in­um“."

Þá er hvorki forseti né ráðherra að tala um að "varðveita íslenskuna" sem safngrip heldur lifandi opinbert mál þjóðarinnar. 

Þessi orð forsætisráðherra, að hún hafi fengið gagnrýni fyrir að leggja það til að íslenska væri þjóðtunga landsmanna:

"Í því fælist aðgreining". !

Hverjum dytti í alvöru í hug að splitta Íslandi og landsmönnum upp í mörg opinber tungumál,tæplega 400 þús. manns.

Þá væri raunverulega unnið að alvarlegri aðgreiningu.

Íslensku sem þjóðtungu má nú þegar festa í lögum uns það kemur í stjórnarskrá 

Íslensk tunga - saga - náttúra - menning 

Ég hlustaði á erindi eins "nýbúa" á dögunum sem gagnrýndi hve litil áhersla væri lögð á að kenna  "nýbúum" íslensku og fræða þá um sögu, menningu og náttúru Íslands :

"að ferðast um Ísland og geta sagt eins og þið

"þarna bjó Snorri Sturluson, eða þarna eru Hólar í Hjaltadal, biskups og menningarsetur Norðlendinga frá 1100..... eða saga Þingvalla" 

"Við erum komin hingað til þess að verða Íslendingar og tala íslensku og verða hluti af íslensku samfélagi, sögu þess, bókmenntum og menningu, þó svo við leggjum einnig með okkur tungu og menningarsögu uppruna okkar".

 

 


mbl.is Okkur beri skylda til að varðveita íslenskuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband