Föstudagur, 25. ágúst 2023
Stórfelld einkavæðing almannaþjónustu
Fjármálaráðherra boðar stórfellda einkavæðingu almannaþjónustu.
Niðurskurður á opinberum störfum og þjónustu mun fyrst bitna á þeim sem fjarstir standa ráðuneytunum sjálfum og verkkaupum þeirra.
Aukinn kostnaður grunnþjónustunnar mun færður yfir á almenning. Liggur í orðanna hljóðan
Skyldu verða skorin niður laun þeirra og sporslur sem gegna nefndarstörfum, stjórnum eða aðkeypta lögfræðiþjónustu og ráðgjöf ráðuneyta sem ég man sem ráðherra höfðu mikla tilhneigingu til þess að hlaða utan á sig?.
Maður veltir því fyrir sér hvort ekki standi nær að hækka meir skatta á ofurgróða og arðgreiðslur einstakra fyrirtækja og einstaklinga með hæstu tekjur frekar en ráðast á almannaþjónustuna, öðru nafni " Hægræðingar tal" og uppsagnir almenns starfsfólks.
Spurning hvort öll þessi miklu útgjöld til hervæðingar landsins og háværa vopnaskaks séu í samræmi við forgangsröðun, stjórnarskrá og vilja friðelskandi þjóðar.
Botnlausir sjóðir ESB kveina af hungri.
Sjálfssagt er að spara og sýna aðhald.
Ekki var nefnt í máli ráðherra hvort ætti að afsala fleiri feitum ríkiseignum á altari stóreignamanna og vildarvina.
Það var athyglisvert og vægast sagt mjög sérstakt ef ríkisfjármálin og stefna í ríkisfjármálum hafi ekki á hrif á verðbólgu og vaxtastig í landinu og þar með kjör almennings og atvínnulífs:
"Það er ekki hlutverk ríkisfjármálanna að vinna bug á verðbólgunni. Það er hlutverk Seðlabankans. Og ríkisfjármálin eru ekki að þvælast fyrir Seðlabankanum í því hlutverki.
Öðru vísi mér áður brá hér á árum áður þegar ég sat á Alþingi eða í ríkisstjórn.
Þá vissum við að þingið og ríkisstjórnin bar ábyrgð á ríkisfjármálum þar með sínum hlut í verðbólgu og vaxtastigi og kjörum almennings í landinu. Hvort sem okkur líkaði betur eða ver.
Annað væri hrein veruleikafirring
Dálítið langsótt af Ásgeiri að vísa ábyrgð annað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.