Föstudagur, 18. ágúst 2023
Sameina Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík ?
"Fyrst og síðast á að sameina Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.
Þeir eru í göngufæri beggja vegna sömu mýrarinnar".
Sagði Laugvetningurinn Guðmundur Birkir Þorkelsson f.v.kennari og skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík um yfirlýsingu ráðherra að sameina Hólaskóla á Hólum í Hjaltadal og Háskóla Íslands við Suðurgötuna í Reykjavík
Ráðherra háskólamála gaf út yfirlýsingu nú um síðustu helgina að hún stefndi að því sameina Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands og kallaði hún til rektora skólanna til þess að skrifa undir viljayfirlýsingu þess efnis.
Voru þau áform m.a.rökstudd "til þes að ná fram "hagræðingu" í háskólastarfi landsins".
Með þessari yfirlýsingu ráðherra stillir hann skólastjórnendum á Hólum upp við vegg með hótun um sameiningu eða leggja undir fjarlæga stofnun.
En um leið er skotið sér undan að taka alvarlega á málum og efla Hólaskóla og Hólastað.
Nú er rekstur Hólaskóla eins og lítill dropi í hafi útgjalda Háskóla Íslands, en liggur vel við höggi
Hrossarækt- Reiðmennska - Íslenski hesturinn- Náttúru og menningartengd ferðaþjónusta og Fiskeldi -
Saga og helgi Hólastaðar verður ekki flutt á Melana við Hagatorg í Reykjavík
Hinsvegar hefur tekist að marka Hólum ákveðna sérstöðu í þróun námsbrauta sem ekki hafa verið kenndar annarsstaðar á landinu.
Og sem hafa reyndar áunnið sér virðingu og stöðu út um allan heim.
Í raun hefur Hólaskóli lyft grettistaki í þróun öflugs náms og námsbrauta fyrir þessar atvinnugreinar sem hafa vaxið ævintýralega á síðustu árum.
Ef horft er til hagræðingar einnar saman í háskólanámi og fjárhagslegs ávinnings er e.t.v. rétt að athuga fyrst með sameiningu H.Í.og H.R.
Þar gæti verið eftir einhverju að slægjast sem mætti spara og nota þá fjármuni ef afgangs eru til þess að efla tækni og háskólamenntun á landsbyggðinni.
Nú er ég ekkert að leggja það beint til að sameina H.Í og H.R. en heiðarlega sagt hlýtur það að standa ráðherra nær.
Í námi og námsbrautum við Hólaskóla felast mikil verðmeti og stuðningur við ört vaxandi atvinnugreinar:
Hestamennsku, horssarækt, ferðaþjónustu og fiskeldi.
Ráðherra bretti upp ermar fyrir Hóla
Að sjálfsögðu þarf að endurbæta húsakost heima á Hólum sem hefur verið vanræktur, styrkja skólann, námið og Hólastað í verki til þess að leiða áfram þróun og tækni í þessum mikilvægu atvinnugreinum.
Við Hólaunnendur treystum á ráðherra að nálgast viðfangsefni sitt á þeim forsendum Heima á Hólum
Velkomin Heim Að Hólum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.