" Hópíþrótt" sem Nató kann

Mogginn er alvöruþrunginn og gamansamur þessa dagana. Fulltrúum hans var boðið á "íþróttaæfingu hjá Nató" :

"Hópíþrótt sem NATO kann"

Freigáturnar Mecklenburg-Vorpommern (F218) og HDMS Hvidbjørnen (F360) sjást hér taka …
Freigáturnar Mecklenburg-Vorpommern (F218) og HDMS Hvidbjørnen (F360) sjást hér taka sér stöðu fyrir aftan freigátuna HDMS Niels Juel (F363) undan ströndum Færeyja. Að baki þeim sést færeyska strandgæsluskipið Brimil. Morgunblaðinu var nýverið boðið að fylgjast með kafbátaleitaræfingu þessara skipa og nutu þau aðstoðar úr lofti. Morgunblaðið/Árni Sæberg

"Kaf­báta­leit er hópíþrótt

þar sem mörg ólík vopna­kerfi og her­sveit­ir Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO) vinna sam­an sem ein sterk heild. Til að hægt sé að elta uppi kaf­bát und­ir yf­ir­borðinu þarf allt að ganga sem skyldi og koma skip, bát­ar, þyrl­ur og flug­vél­ar að verk­efn­inu. Og þessa íþrótt kann NATO afar vel. Þetta sagði Stephen G. Mack, undiraðmíráll í banda­ríska sjó­hern­um, í sam­tali við Morg­un­blaðið, um síðastliðna helgi.

„Og ég myndi segja að NATO væri mjög sterk­ur leikmaður í þess­ari íþrótt. Leik­ur­inn er mjög margþætt­ur og því er afar mik­il­vægt að þjálfa vel og reglu­lega. leturbr. JB

Ef horft er um öxl þá höf­um við með tím­an­um náð góðum tök­um á kaf­báta­hernaði og það sést á æf­ing­um sem þess­ari......“ 

Lofsvert er að geta brugðið fyrir komiskum, leikrænum tilburðum íþróttafréttamanns þegar talað er um að ná góðum árangri í "kafbátarhernaði"

Gott er til að vita að Natóskipin geti leikið sér og keppt innbyrðis í íþróttinni, "kafbátahernaður" og láti þar við sitja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband