Sunnudagur, 7. maí 2023
" Hópíþrótt" sem Nató kann
Mogginn er alvöruþrunginn og gamansamur þessa dagana. Fulltrúum hans var boðið á "íþróttaæfingu hjá Nató" :
"Hópíþrótt sem NATO kann"
"Kafbátaleit er hópíþrótt
þar sem mörg ólík vopnakerfi og hersveitir Atlantshafsbandalagsins (NATO) vinna saman sem ein sterk heild. Til að hægt sé að elta uppi kafbát undir yfirborðinu þarf allt að ganga sem skyldi og koma skip, bátar, þyrlur og flugvélar að verkefninu. Og þessa íþrótt kann NATO afar vel. Þetta sagði Stephen G. Mack, undiraðmíráll í bandaríska sjóhernum, í samtali við Morgunblaðið, um síðastliðna helgi.
Og ég myndi segja að NATO væri mjög sterkur leikmaður í þessari íþrótt. Leikurinn er mjög margþættur og því er afar mikilvægt að þjálfa vel og reglulega. leturbr. JB
Ef horft er um öxl þá höfum við með tímanum náð góðum tökum á kafbátahernaði og það sést á æfingum sem þessari......
Lofsvert er að geta brugðið fyrir komiskum, leikrænum tilburðum íþróttafréttamanns þegar talað er um að ná góðum árangri í "kafbátarhernaði"
Gott er til að vita að Natóskipin geti leikið sér og keppt innbyrðis í íþróttinni, "kafbátahernaður" og láti þar við sitja
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.5.2023 kl. 11:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.