Þriðjudagur, 21. mars 2023
"Það var Þá"
Sorgleg þátttaka Íslands í Íraksstríðinu. Tuttugu ár eru liðin frá innrás Bandaríkjanna í Írak með beinum stuðningi " hinna viljugu þjóða " þar á meðal Íslands.
"Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að koma þeirri afstöðu á framfæri á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og annars staðar þar sem við á að leita skuli allra leiða til að afstýra innrás í Írak, þar á meðal að veita vopnaeftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna nægan tíma til að ljúka störfum sínum. Komi til hernaðaraðgerða gegn Írak á næstu mánuðum skal Ísland tilkynna að ekki verði heimiluð afnot af aðstöðu á íslensku yfirráðasvæði né verði um neins konar þátttöku að ræða af Íslands hálfu í slíkum aðgerðum."
Þetta hefur verið stefna Íslands og íslensku þjóðarinnar sem vopnlaus og friðelskandi þjóð.
.Við endurheimtum okkar sjálfstæði með orðum, rökræðum og samingum en ekki með blóði eða vopnum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.