Þegar ljónið slapp úr dýragarðinum

Fyrir mörgum árum heyrði ég Gylfa Þ. Gíslason ráðherra og þáverandi formann Alþýðuflokksins segja söguna af ljóninu sem slapp laust úr dýrgarði og fannst hvergi.

Í stórri byggingu sem hýsti skrifstofur margra prófessora, framkvæmdastjóra, jafnvel hóteleigendur og forystumenn flutningsfyrirtækja og banka. 

Í 14 daga hvarf einn yfirmaður eða millistjórnandi á hverri nóttu en enginn tók eftir því

Allt í einu einn morgunnin varð uppi fótur og fit. 

Ruslaföturnar höfðu ekki verið tæmdar, gólfin ekki skúruð, klósettin ekki þrifin.

Hvað hafði skeð!. Boðað var til neyðarfundar, hvað var að?

Þá uppgötvaðist að ljónið hafði óvart étið eina skúringakonuna (ræstitækninn) þessa nóttina 

Mér var hugsað til þessara sögu þegar ég horfi nú á forystu Eflingar halda fram rétti þess fólks sem kaus hana til forystu og berjast fyrir kjörum sínum og virðingu

Á móti henni gætu staðið  fulltrúar allra þeirra sem ljónið át án þess að nokkur tæki eftir því.

Vissulega erum við öll jafn mikilvæg eða ættum að vera

Mér finnst ég hafi fyrst heyrt þessa sögu um ljónið frá Gylfa Þ. Gíslasyni eða eitthvað í þessum dúr.

Biðst afsökunar ef ekki er rétt með farið. En útlagningin er mín.

Nú var ég ekki alltaf sammála Gylfa Þ. Gíslasyni en fannst sagan góð.

Ég vildi  gjarnan sjá sterka pólitíska forystu á Alþingi sem tekur baráttu láglaunafólks, elli og örorkullifeyrisþega  sér á brjóst. 

- Pólitíska forystu sem stendur með láglaunafólki og berst fyrir rauverulegri  jöfnun lifskjara alls samfélagsins  í stað þess með froðusnakki að heimta  fyrir hina ríku svo þeir geti kynnt græðgis ofninn sinn og orðið enn ríkari.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband