Meningar og friðarsamtökin MFÍK

Ég rakst af tilvikjun á þessa ágætu síðu á vefnum.

Hélt fyrst að þetta væri úr gömlu stefnuskrá Vinstri Grænna en sá svo titilinn hér að ofan.

Það má enginn svíkja sjálfan sig né sinn innri mann þótt  loftárásir og sprengjugnýr geti villt mönnum sýn.

Nú veit ég ekki hvort þessi ágætu samtök kvenna starfi enn.

En markmiðin og ályktanirnar þeirra lýsa að mínu viti beint íslenskri þjóðarsál og innsta vilja. Alla vega mínum

Markmið Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK er að sameinast í baráttu fyrir:

  • alheimsfriður og afvopnun 
  • að fest verði í stjórnarskrá að Ísland sé herlaust og að þjóðin fari aldrei með ófriði gegn öðrum þjóðum 
  • frelsi smáríkja gegn allri ágengni stórvelda
  • að Ísland standi utan allra hernaðarbandalaga
  • Hlutleysi Íslands í hernaðarátökum 
  • að loft- og landhelgi Íslands verði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði
  • að hernaðarumsvif verði aldrei heimiluð innan loft- og landhelgi landsins
  • að efla samskipti og samvinnu kvenna í þágu friðar, mannréttinda og menningar
  • Barátta fyrir vernd og réttindum barna.

Loftárásir Nató á Libyíu, stríðið í Kosóvó, innrás Bandaríkjanna og hertaka Íraks, innrás Rússa og síðan Bandaríkjanna í Afganistan, Víetnamstríðið.

Og nú skelfileg innrás Pútins í Ukraínu.  

"Krefjumst annarra lausna í heimsmálum en stríðsreksturs með drápstólum vopnaframleiðenda. 
Ekki fleiri stríð – hvorki í Írak, Afganistan né Líbíu, Kosóvó" og getum nú bætt Ukraínu við.

Ekki fleiri glæpi í nafni mannréttinda".

Segir ályktun Menningar og friðarsamtakanna MFÍK frá 2011. Undir þessum merkjum eigum við Íslendingar að fylkja okkur. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband