Landsvirkjun stór hækkar orkuverð

 Hvað er að ?  Landsvirkjun stórhækkar heildsöluverð á raforku þvert á áskoranir um að halda slíkum hækkunum í skefjum.

Nemur hækkunin 7,5 til 15 %.  

Lands­virkj­un er lang­stærsti fram­leiðandi raf­orku á Íslandi.  Nú er vitað að verð á raforku er bundið við alla stærstu notendur í stóriðju.

Lítill hluti notenda, almenningur og venjuleg fyrirtæki í landinu verða að taka á sig alla þessa hækkun.

Hún mun síðan fara út í verð á raforku í veldisvexti til almennings. 

Landsvirkjun skilar milljarða arði í ríkissjóð.

Væri ekki nær að lækka arðsemiskröfuna nú þegar keppst er við að halda verðhækkunum og verðbólgu  niðri. 

Kjarasamningar, svokallaðir "lífskjarasamningar" lögðu einmitt áherslu á að þjónustufyrirtæki héldu aftur af sér í hækkunum 

Hækkun á raforku fer beint inn í hækkun verðbólgu, hækkun húsnæðisvaxta, hækkun verðtryggðra lána og skerðir samkeppnis stöðu.

Hvað segja launþegasamtök við þessum stóru hækkunum án rökstuðnings

Er verið að búa Landsvirkjun undir einkavæðingu og sölu

Það er eitthvert bogið við þegar Landsvirkjun, þjónustu fyrirtæki almennings í landinu  gengur á undan í verðhækkunum þegar áskorun allra beinist í hið gagnstæða

 

 

 
 

mbl.is Raforkuverð tekur kipp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband