Lekann á landamærum verður að stöðva

Veit nokkur núna nákvæmlega hvaða reglur gilda um eftirlit á landamærunum  gagnvart Covið?  Spurningar vakna eftir upplýsingafund

Hver fær að komast inn í landið: með  bólusetningavottorð, PCR próf, hver eru í raun aldursmörk á sýna tökum og sóttkví osfrv.?

Hvar byrjar sóttkvíin og hverjir eru skyldaðir í sóttkví sem eru að koma erlendis frá.  Hvernig er tryggt að fólk fari beint í sóttkví og sé ekki að blanda geði við aðra. Eða sótt af ættingjum, vinum eða vinnuveitendum á flugvöll og hvað svo.

Er ekki hægt að opna skrifstofu fyrir Pólverja úti í Póllandi til þess að uppfylla skilyrði um skráningu og útborgun atvinnuleysisbóta?

Eina sem við vitum er að nýsmit sleppa inn í landið

Almenningur gerir sitt 

  Það er svo sem ágætt að hamast á almenningi úti í bæ að fara eftir reglum  sem reynir af fremsta megni að verja sig og aðra.

Almenningur er ekki í utanlandsferðum og takmarkar umgengni við sína nánustu.

Við verðum síðan að hlusta stöðugt á frásagnir af óskýru landamæraeftirliti, loforðakapphlaupi sem er á ábyrgð ríkisins en leiðir veiruna inn í landið.

Stórt flutningaskip beint frá Brasilíu kemst óátalið  inn í íslenska lögsögu og til hafnar með fárveika skipshöfn.

Hvernig er með einkaflugið beint erlendis frá?. " Sérstakar undanþágur" sem utantíkisráðuneytið veitir?   Svona mætti áfram spyrja.

Covið-lekann á landamærum verður að stöðva 

Kári Stefánsson hefur lýst hvað þurfi að gera. 

Stjórnvöld hafa í mörgu staðið sig afar vel

En þessu væli um  Covið leka á landamærum  verður bara að linna og yfirvöld að girða sig í brók hvað landamæravörsluna varðar. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband