Nú þekki ég "mína" í ESB

 "ESB vill stöðva flutning á bóluefni til Íslands"

Enn dreymir suma stjórnmálaflokka á Íslandi um að ganga í ESB. Hafa reyndar þau einu mál á stefnuskrá sinni.

ESB eru hinsvegar engin góðgerðasamtök, hafi einhver haldið það:

"Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur ákveðið að banna út­flutn­ing á bólu­efni gegn kór­ónu­veirunni til Íslands, auk annarra landa. Sér­staka heim­ild mun nú þurfa til að flytja bólu­efni frá ríkj­um sam­bands­ins til Íslands" segir í ályktun framkvæmdastjórnar ESB í dag. ( MBL)

Forsætisráðherra sendir bréf

 Forsætisráðherra Íslands neyðist til að senda forseta framkvæmdastjórnar ESB alvarlega nótu og minna hana á skuldbindingar: Geng­ur í ber­högg við EES-samn­ing­inn. ( Var hann ekki bara til heimabrúks hjá ESB)

"Boðaðar út­flutn­ings­höml­ur á vör­um frá Evr­ópu­sam­band­inu til EFTA-ríkj­anna ganga í ber­högg við EES-samn­ing­inn. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá for­sæt­is- og ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu.

Býður Íslandi að leggjast á hnén

Þar seg­ir enn frem­ur að ekki sé ástæða til að ætla að nýrri reglu­gerð ESB verði beitt gegn Íslandi né að hún hafi ein­hver áhrif á af­hend­ing­ar bólu­efna til Íslands, en for­sæt­is­ráðuneytið seg­ir að Katrín Jak­obs­dótt­ir hafi í dag fengið skýr skila­boð frá Ursulu von der Leyen, for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, þess efn­is."

Þótt nú velti á að nýta allar diplomatiskar leiðir til að ná bóluefni til landsins  er rétt að muna að ESB eru ekki góðgerðasamtök.

 


mbl.is ESB bannar flutning bóluefna til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband