Miðvikudagur, 24. mars 2021
Nú þekki ég "mína" í ESB
"ESB vill stöðva flutning á bóluefni til Íslands"
Enn dreymir suma stjórnmálaflokka á Íslandi um að ganga í ESB. Hafa reyndar þau einu mál á stefnuskrá sinni.
ESB eru hinsvegar engin góðgerðasamtök, hafi einhver haldið það:
"Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að banna útflutning á bóluefni gegn kórónuveirunni til Íslands, auk annarra landa. Sérstaka heimild mun nú þurfa til að flytja bóluefni frá ríkjum sambandsins til Íslands" segir í ályktun framkvæmdastjórnar ESB í dag. ( MBL)
Forsætisráðherra sendir bréf
Forsætisráðherra Íslands neyðist til að senda forseta framkvæmdastjórnar ESB alvarlega nótu og minna hana á skuldbindingar: Gengur í berhögg við EES-samninginn. ( Var hann ekki bara til heimabrúks hjá ESB)
"Boðaðar útflutningshömlur á vörum frá Evrópusambandinu til EFTA-ríkjanna ganga í berhögg við EES-samninginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætis- og utanríkisráðuneytinu.
Býður Íslandi að leggjast á hnén
Þar segir enn fremur að ekki sé ástæða til að ætla að nýrri reglugerð ESB verði beitt gegn Íslandi né að hún hafi einhver áhrif á afhendingar bóluefna til Íslands, en forsætisráðuneytið segir að Katrín Jakobsdóttir hafi í dag fengið skýr skilaboð frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, þess efnis."
Þótt nú velti á að nýta allar diplomatiskar leiðir til að ná bóluefni til landsins er rétt að muna að ESB eru ekki góðgerðasamtök.
ESB bannar flutning bóluefna til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.