Ţriđjudagur, 19. janúar 2021
Svavar Gestsson
Svavar Gestsson fyrrverandi alţingismađur og ráđherra er látinn. Svavar er tvímćlalaust í fremstu röđ ţeirra sem settu mikinn svip á stjórnmál Íslendinga um nćrri hálfrar aldar skeiđ.
Viđ Svavar vorum samtíđa í Menntaskólanum í Reykjavík. Svavar var forseti Framtíđarinnar, Málfundafélags Menntaskólans í Reykjavík 1962 til 1963.
Ég kynntist Svavari talsvert ţann vetur. Og saman sátum viđ í "leshring" hjá Einari Olgeirssyni. Ţćr stundir eru ógleymanlegar. Einar Olgeirsson rćddi um sögu og stjórnmál í víđu samhengi á sinn leiftrandi hátt.
Viđ Svavar vorum báđir "sveitamenn" í höfuđstađnum á ţeim tíma.
Seinna kynntist ég Svavari sem ţingmanni og ráđherra á skólastjóraárum mínum á Hólum. Var gott ađ eiga Svavar ađ međ ráđ og stuđning.
Svavar hafđi einstakt lag á ađ sýna öllu áhuga, spyrja og setja sig inn í mál á forsendum viđmćlandans.
Svavar var glćsilegur baráttumađur og tjáđi skođanir sínar á hispurslausan hátt en jafnframt á fagurri tungu.
Svavar var hćttur á ţingi ţegar ég kom ţar 1999 og farinn til annarra starfa í utanríkisţjónustunni.
Ţađ var gaman á menntaskóla árunum. Ungt fólk var róttćkt og tilbúiđ til átaka í landsmálunum. Svavar kunni svo sannarlega ađ hrífa ađra međ sér, eins og fćddur foringi.
Fyrir mér stendur myndin ljós. Svavar Gestsson í rćđustól fyrir trođfullum sal Íţöku, félagsheimilis Menntaskólans í Reykjavík.
Glćsilegur ungur mađur, hárprúđur, leiftrandi af hugsjónaeldi og mćlsku. Salurinn hrífst međ og Svavar lýkur rćđunni undir dynjanda lófataki áheyrenda sem rísa úr sćtum.
Blessuđ sá minning Svavars Gestssonar
Fjölskyldu Svavars sendi ég innilegar samúđarkveđjur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.