Hugleiðing um Covið varnir

Við ætlum að berja niður veiruna. Við ætlum ekki að lifa með henni eins og nánum granna í samfélaginu. Skilaboðin um þau markmið þyrftu að vera skýrari.

    Langir og ítarlegir textar á covid.is eru góðir en er fólk að lesa þá. Það þarf að minnsta kosti  tölvur eða snjallsíma í gangi. 

Mætti ekki nota auglýsinga miðla betur, blöð, hljóðvarp, sjónvarp með myndskreyttum aðvörunum og upplýsingum. 

Þótt víðast séu smitvarnir alveg til fyrirmyndar eru enn margir afgreiðlustaðir þar sem afgreiðslufólk er grímulaust í þröngu rými, með bera fingur sitt á hvað á símanum sínum og vörunni á kassann. 

Ég gleymi mér stundum og svo veit enginn hvar hættan leynist

Horfi bara á þau góðu farartæki leiguhjólin þeytast um þar sem fólk er berhent og næsti tekur við. Þar væri hægt að setja merki - Notið hanska- t.d

Þarf ekki að gera upplýsinga átak og undirstrika alvöruna betur.

Unga fólkið.  - Skilaboð loðin- 

Skilaboðin sem gefin voru í sumar um að ekki þyrfti að skima unglinga undir 15 ára aldri og börn og unglingar smituðu síður eða ekki voru mjög hæpin fordæmi.

Munum svo að farga grímunum á rétta staði 

Við erum öll almannavarnir 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband