Laugardagur, 13. júní 2020
Áfram greinast veirusmit á Íslandi
Í aðeins 79 sýnum sem tekin voru í gær fannst eitt veirusmit. Ljóst er því að veiran er enn á ferð í samfélaginu.
Erfitt er að gera sér grein fyrir umfanginu þar sem sýnataka er mjög takmörkuð. Þá er upplýsingagjöf um hvar og við hvaða aðstæður smitin greinast engin.
" Einn greindist með kórónuveiruna í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu í gær. Fjórir eru því í sóttkví. Þetta er fyrsta smitið sem greinist í sex daga. Vanalega eru þeir sem hafa greinst með COVID-19 hjá Íslenskri erfðagreiningu með gömul smit og því ekki smitandi. Veirufræðideild Landspítalans hefur ekki greint jákvætt smit síðan 12. maí. 79 sýni voru tekin í gær; 60 hjá veirufræðideildinni" Ruv.
Það að stöðugt greinast ný smit sýnir alvöruna. Það er áhyggjuefni hve mikil þöggun er um ný smit og stöðuna vegna þeirra af hálfu sóttvarna. Hvar þau greinast og sóttkvi af þeirra völdum.
Upplýsingagjöf mikilvæg
Öflug og nákvæm upplýsingagjöf um smitin og afleiðingar þeirra var stór hluti í að skapa samstöðu meðal þjóðarinnar um að hefta útbreiðsluna.
Þöggun eða léleg upplýsingagjöf sóttvarna um ný smit vekur tortryggni.
Mikilvægt er að nákvæm og opin upplýsingajöf verði um skimanir og framvinduna alla tengdri opnun landamæranna og skimanir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.